Snáðinn minn!

Ég á fimm ára snáða, sem er stundum eins og gömul rispuð grammafóns plata. Einn daginn langaði honum í kartöfluflögur og lagði mig hreinlega í einelti eftir að ég hafði sagt  " NEI "  engar kartöfluflögur í dag. Hann elti mig um allt hús og suðaði stöðugt um kartöfluflögur . Ég varð bara harðari á nei-inu.  Síminn hringði og hann stillti sé samstundis upp við hliðina á mér  og hvíslaði pent "mamma má ég fá flögur?"  Ég var ekki uppteknari  í símanum en svo, að ég hélt mig við nei-ið. Snáðinn fylgdist vel með hvenær ég var búinn í símanum. Elti mig inn í stofu og hélt uppteknum hætti ,eftir að ég settist í sófann. Suðaði um sínar kartöfluflögur! Nú var mér nóg boðið!! Sagði honum að setjast og hlusta á hvað ég  væri að fara að segja.  Veistu hvað-nú ætla ég að segja nei við öllu sem þú biður um. Láta þig skilja hvað, nei þýðir. Nei, þýðir að þú færð ekki það sem þú biður um !!! Snáðinn horfði á mig undrandi og með smá sársauka í augnaráðinu! þagði um stund. Svo leit hann á mig og sagði hátt og snjallt "Mamma , veistu hvað,hér í þessum bæ sem við búum í - þýðir NEI- JÀ     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin á bloggheima systir góð og í guðana bænum skrifaðu heldur skemmtilegar sögur af Daníel og þér og þínum en vera að kommenta á einhverjar fréttir á Mogganum. Láttu aðra um það. Veit að þú ert frábær penni svo koma nú....láttu það vaða og skemmtu okkur hinum viðleysingunum. She

Sillan (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Ljúft er að þig langi að heyra

frá litlu systur ,sögur og fleira

Ég held samt uppteknum hætti og blogga

hæðist og hringla með fréttir úr Mogga.

Birna Guðmundsdóttir, 1.8.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband