Nýjir sokkar og nærbuxur!

Ég vil segja ykkur litla sögu af manni sem ég kynntist,útigangsmanni. Hann kom ungur til DK frá Finnlandi. Óharðnaður unglingur sem gerði Bakkus að sínum konungi. þegnarnir í ríkinu voru eins og hann. Ungir, menn og konur sem eyddu deginum í vímu, drykkju og spjall. Gatan var heimilið og dagurinn var undir gæsku náungans, kominn. Sumir voru örátir og létu aura falla við hlid unga mannsins .Aðrir hreyttu í hann ónotum,sem hann skildi ekki í fyrstu ,en var næstum viss um að fólk var ekki að biðja fallegar bænir, honum til handa. Peningarnir sem góðhjartaðir borgarar létu af hendi, voru notaðir á kránni , maturinn fundinn í ruslafötum borgarinnar. Svefnstaðurinn  var andyri verslanna og rúmið ,pappakassi . Upp á morgnanna og finna stað til að betla fyrir veigum dagsins var eina takmarkið hjá manninum unga. Félagarnir hjálpuðu hvor öðrum ef eittvað bjátaði á. Með árunum hurfu félagar yfir móðuna miklu og nýjir komu í hópinn. Ungi maðurinn lifði í sínum heimi í áraraðir- lærði dönskuna illa og var eiginlega mállaus, fyrir utan veröld útigangsmannsins. Féll aldrei inn í munstrið sem flest okkar falla inn í. En hann segist hafa verið hamingjusamur. Lífið var einfalt og gerði ekki stórar kröfur til hans.Árin liðu við mismunandi aðbúnað, drykkju og slark. Stundum fór hann svangur að sofa og átti ekki afréttara til taks daginn eftir. það voru slæmir dagar. Svo fór að lokum að kroppurinn sagði stopp,  hann  veiktist og var lagður inn á spítala. Fljótlega var hann svo hress að hann gat ekki verið á spítalanum lengur. Ekki var hægt að útskrifa manninn út á götuna. Hann varð partur af kerfinu og komst á spena hjá Ríkinu. Fékk fastar mánaðar tekjur og húsnæði á nýju "heimili" í miðborginni. Allt virtist á réttri leið- héldu þeir sem voru að hjálpa.

En maðurinn ,sem nú hafði pening í vösunum og mat og húsnæði, fannst hann hafa týnt "hamingjunni" og frelsinu sem hann hafði verið vanur allt sitt líf. Rúmið, sem hann átti nú tilbúið inn í íbúðinni ,var aldrei notað. Hann dró heim einn daginn ,stórann pappakassa og stillti houm við hliðina á rúminu. þá loks gat hann loksins sofið rótt. Hann hafði ekki sofið vært á sjúkrahúsinu í rúminu þar. Sængurfötin voru of heit og hrein. Að hans mati.  Maturinn á heimilinu var of heitur, bragðið framandi og hann var klaufi í að nota hnífapörin. Eina sem hann var glaður yfir, var að hann fékk alltaf öl með matnum. Ölið bragðaðist guðdómlega og bros færðist yfir andlit gamla mannsins(hann var rúmlega 55 ára!)  Aldrei kveikti hann ljós inni hjá sér og ískápurinn, sem ekki var í sambandi, fylltist af matarleyfum frá íbúum borgarinnar.  Flugur fylltu herbergið og lifðu góðu lífi á leyfum sem maðurinn bar heim í pokum.

Herbergið fylltist af pokum með allavega matarleyfum- sumt var borðað í hátídarbryggða,restin geymd til hörðu mánaðanna. Lyktin var ólýsanlega vond -en maðurinn kvartaði ekki . þetta var hans heimili.  Fötin fann hann í sorpi annara og notaði upp til agna. þvottavél átti hann enga.Enda engin not fyrir hana. Hvort nærbuxur og sokkar voru ný eða ekki -skipti hann engu máli. Hann var ekki vanur neinum lúxus, var enginn lúxus róni með kröfur.  Maðurinn bjó sér til eigin aðstæður inn í íbúðinni. Hans heimili hafði verið gatan og nú flutti gatan inn til hans.  Ekkert rafmagn -enginn ískapur notaður - maturinn var úr sorptunnunnum- rúmið pappakassi.

Ég sá hann stundum úti á götum borgarinnar og kastaði á hann kveðju og brosi- spurði hvernig gengi. Hann var í fyrstu undrandi yfir að ég vildi kannast við hann fyrir utan "heimilið" Hann var allur annar á götunni - brosandi og hamingjusamur.  Hamingjan er einkennilegt fyrirbæri. Sannast enn og aftur "Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir"  Stundum finnst mér við mannanna börn gleyma að virða heim hinna "hjálparþurfi" og gera þeim upp okkar eigin þarfir. Mínar þarfir eru kannski ekki þeirra þarfir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel sagt!!  

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Gulli litli

Hættum ad væla.....vid höfum þad gott...

Gulli litli, 13.8.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sérstök saga, svona er þetta örugglega hjá sumum, maður veit ekki allt og alls ekki hvernig aðrir vilja hafa líf sitt. Kær kveðja og takk fyrir frásögnina.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 01:48

4 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

takk fyrir innlitin- vitidi hvað - ég veit um þó nokkur svona dæmi í DK. Maður skilur ekki alveg lífsstílinn hjá fólkinu. þau ykkar sem hafið verið á útimörkuðum hér úti hljóta að hafa tekið eftir fólkinu sem er með barnavagnana- þad fólk flakkar á milli útimarkada og landa næstum allt árið. Hélt einu sinni að þau væru að selja eitthvað og var næstum búin að gera mig ad algöru fífli- ætladi ad fara ad gramsa í dótinu í einum vagninum . Var þá sagt að þad væri aleiga fólksins sem væri í vögnunum.  Hinir heimilislausu hér í DK gefa út blad og selja á götum úti. Hluti af þessu litríka fólki situr saman á Strikinu í hópum og lætur daginn lída. Man einu sinni að fjórir heimilislausir sátu saman á Strikinu  og voru að skrifa á spjald "Við erum heimilislausir og eigum engan pening fyrir mat - hjálp. Ekki voru þeir sammála um stafsetninguna -einn dró sig út úr hópnum og settist svolítið frá hinum. Audvitad var hann spurdur af hverju hann færdi sig frá þeim. ekki stód á svarinu" ég vil ekki láta bendla mig við svona vitlausa menn sem vita ekki hvernig á ad skrifa "heimilislaus" ég er kannski heimilislaus -en ég er ekki vitlaus! Einmitt -ógæfufólk er ekki vitlaust, og margt af því er brádgáfad.  

Ásdis : vonanadi gengur söfnunin vel - gódar óskir hédan frá DK   

Birna Guðmundsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband