Hvíta húsið!

Húsið mitt í Køben er að breytast úr heimili í öllum regnbogans litum, yfir í "Hvíta húsið" Næstum eins og líkhús eftir meðferðina hjá okkur. Margar 10 lítra fötur af hvítri málningu, komnar á veggina og ef heimilisdraugarnir eru eins og hvít lök - verða þeir nú með öllu ósýnilegir . Neyðast til að flytja að heiman. Ég kann ekki við breytinguna en mér er sagt að hún sé til batnaðar! Eldhúsið fær þó að halda rauða litnum sínum. Ég er ekki að djóka -öll önnur herbergi eru hvít. Hræðilegt, segi ég -flott segir restin af familíunni. Nú er bara ad finna nýja íbúa sem fíla hvítt hús með rauðu eldhúsi. Ég ætla aldrei aftur að mála heilt hús, í yfir 30 stiga hita . Auðvitað málaði ég það ekki alveg ein -öll fjölskyldan málaði. Margar hendur vinna létt verk! Verkinu líkur sennilega í vikunni. Ef einhver er í húsnæðisleit í Køben -er Hvíta húsið vænlegur kostur. Reyndar fylgir ekkert embætti með húsinu ,annað en að halda því penu og hreinu og liggja þess á milli í makindum úti í garði. Á morgun líkur viku sumarfríi sem fór allt í málingarstúss! Maður er ekki í lagi!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu að flytja.??  Mer finnst það ótrúlegur dugnaður að mála í 30 gr. hita. Hafðu það gott í hvíta húsinu.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband