hræðilegt

Hvað skuldaði maðurinn?? Mætti alveg fylgja fréttinni hvort hann skuldaði dópsalanum sínum peninga. þá rauk samúð mín út um gluggann ! Varla eru bankarnir farnir að berja kúnnana sína- eftir smá ökuferð í Heiðmörkina ?  
mbl.is Handrukkarar misþyrmdu manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samúðinn mín er hjá manninum sem var barinn ,það er ekkert sem réttlætir það þegar menn eru barðir þessi maður hefur skuldað dópsölum peninga fyrir dópi eða fengið dóp með loforði um að borga seinna ,Það er nú svo að þegar menn eru langt leiddir í dópneyslu þá er bara ein hugsunn í gangi það er sú að eiga til næstu neyslu og ef ekki , neyta menn allra ráða til þess .

Það þarf ansi mikið til að menn vakni upp og hugsi nei nú er nóg komið ég þarf hjálp til að losa mig út úr þessum vítahring ,þessa hjálp er hægt að fá á mörgum stöðum svo sem S.S.Á .ég skil ekki hvers vegna þeir eru í vandræðum hvert einasta ár með fjárframlög frá ríkinu til þessarar stofnunnar sem reynist svo vel að mörg ríki út í heimi líta til þessarar stofnunnar sem fyrirmynd. Birna fyrst skaltu kynna þér málinn áður enn þú dæmir . 

Guðmundur E.Jóelsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:48

2 identicon

Maðurinn á alveg jafn mikla samúð hjá mér, hvort sem hann fékk lánað hjá dópsölum eða ekki. Hvað sem gerðist þá er hræðilegt að lenda í þessu.

Ef þú ættir son sem hefði lent í handrukkurum efast ég um að færslan hefði hljómað svona.

Stebbi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 16:24

3 identicon

Vá satan það er frekar erfitt að vita hvort þú sért að grínast eða ekki.

"flestir fíklar eru illa aldir, vanvirkir, heimskir og/eða geðbilaðir einstaklingar til að byrja með sem enda í þessari aðstöðu sökum eigin veikgeðja vanhæfni eða lágu greindar,"

Þetta er bara djók hjá þér. Illa aldir ? Vanvirkir ? Heimskir ? Geðbilaðir ?

Þetta er fólk úr öllum stéttum og úr allskonar fjölskyldum. Þetta byrjar lang oftast sem saklaust djamm og endar oftast þannig líka. Hinsvegar festast sumir í þessum fíkniefnaheimi og þeir eru sjúklingar og þurfa nauðsynlega hjálp.

Það eru ekki bara vanvirkir, illa aldir og heimskir einstaklingar sem enda sem fíklar. Það getur hver sem er endað þannig, og væri gaman að sjá viðhorfið þitt eftir að einhver nákominn þér á eftir að lenda í þessu.

Áttu börn ?

Stebbi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Ég á börn og gæti skotið dópsala á færi.Finnst þeir ekkert nema lákúrulegir morðingjar. Elta ungt fólk uppi og selja þeim dóp til ad fjármagna sína eigin neyslu. Ungt fólk á ad vara sig á svona pakki. En gerir þad ekki alltaf. því midur. Handrukkarar eru líka algjör lágkúra. Sammála einu ad barsmídar eru ekki réttlætanlegar. En svona er dópheimurinn og ég vildi gjarnan ad þad hefdi komid fram í fréttinni hvers vegna hann var barinn ödrum til varnadar!         

Birna Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Harma ad ég hafi vakid upp sjálfan myrkrahöfdingjann -ekki par hrifin af honum.

Birna Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 17:22

6 Smámynd: Johnny Bravo

Það er engin að elta fólk uppi og bjóða því dóp.

Markaðurinn er meiri en til er að efni myndi ég halda.

En að prófa ólyf frá svörtum markaði eða úr apóteki er hrein heimska, líka fikt og prófa einu sinni. Af hverju að prófa einu sinni,

ef kók er frábært ætlar þú þá að kaupa þér mörg grömm á mánuði fyrir 50þ?

Eða hass,

ef það er frábært ætlar þú þá bara að fá þér smá á hverjum föstudegi?

Þetta er bara rangt og þess vegna er bara best að sleppa því og fá sér bjór eða 1 tvöfaldan, þá minnka möguleikarnir á því að þetta fara allt úr böndunum um. Vinbúðin sendir allavega engan að berja mann.

Johnny Bravo, 27.7.2008 kl. 18:40

7 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

tek fram að ég er kannski betur inn í málum í DK en á Íslandi- sammála ad þad er hin mesta heimaska að prófa dóp -til hvers eiginlega? Annars minnir mig ad dópsalar hafi stundum hangid fyrir utan skóla á Íslandi í von um ad einhverjir væru svo vitlausir ad prófa- er þad ekki svolítid ad eltast vid ungvidid.

Birna Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband