Kæra Stormsker !

Mér finnst ég eitthvað svo vina snauð hér á blogginu! Veit ekki hvernig ég á að komast í tæri við allt þetta skemmtilega fólk sem er hér inni. Hvað gerir maður? Sendir bónorðsbréf til viðkomandi um að komast í bloggvinahópinn?? Gæti t.d hljómað eitthvað á þessa leið "Kæri Stormsker- sem gamall aðdáandi þinn og kaupandi ljóðabókanna þinna í den, langar mig til að komast í  blogg-vinahópinn þinn ?   Fylgir eiginhandaráritun með í vinarpakkanum hjá þér?  þakka fyrir að lengja líf mitt með skemmtilegum ljóðum (hlátur lengir lífið) Ekki eins þakklát fyrir broshrukkurnar - en pyt med det- fer bara í botox og sendi þér reikninginnWink   Kvedja frá sólinni í Danmörku  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg heiti að vísu ekki Stormsker, en ef þú vilt skal eg vera bloggvinur þin

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:04

2 identicon

Sæl Unnur María,

Vil gjarnan vera bloggvinur þinn -enginn skylda að vera Stormsker Hvernig ber ég mig að til að skrá þig sem bloggvin- vegan fákunnáttu minnar neyðist ég til að spyrja! 

Birna Gudmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

EF þú skildir ekki vera búin að komast að þessu, þá áttu að vera stödd ásíðu þess sem þú vilt sækja um bloggvináttu hjá og vera innskráð. Á síðunni er hnappur sem heitir bloggvinir og þú smellir á hann . þá opnast valmynd þar sem þú ert spurð hvort þú viljir bæta viðkomandi við bloggvinalista sem er á þinni eigin síðu. Þú staðfestir það og færð þá tilkynningu um að viðkomandi hafi fengið umsókn þína senda í tölvupósti. SVo kemur það bara í ljós hvort viðkomandi vill verða bloggvinur þinn.Inn í stjórnborðinu er svo valmöguleiki sem heitir bloggvinir og þar getur þú séð yfirlit yfir þá, sömuleiðis að samþykkja eða hafna eftir atvikum umsóknum frá öðrum um bloggvináttu.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

já thad er komin fín lýsing á hvad thú átt ad gera, en nú er ég allavega búin ad senda thér tilbod um ad vera bloggvinur minn.

Èg er, alveg eins og thú, búsett í Danmørku, í Frederikssund ca. klst. frá kauupmannahøfn. Er búin ad búa í DK í 10 ár, fyrst á Amager, svo Frederiksberg, svo Ringkøbing á V-Jótlandi og nú í Frederikssund.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Auðvitað tók ég tilboðinu- Bý sjálf í rétt hjá Rodkilde og hef búið hér í DK í 9 ár. Ekkert voðalega langt á milli okkar!

Birna Guðmundsdóttir, 5.8.2008 kl. 09:59

6 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Sumar ásáttarvillur verða að leiðréttast ! Roskilde skal standa

Birna Guðmundsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:00

7 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég skildi thad nú alveg samt. Takk fyrir ad vera bloggvinkona.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband