Sóða kjaftur !

Mér finnst stundum eins og margir á blogginu hafi alist upp á Vesturbrúnni í Køben. Ástæðan er sú að mér fólk vera svo sóðalegt í munninum. Illkvittið í tali, um hvert annað og við hvert annað. Svona eins og aðilinn sem um er rætt og við, sé bara eitthvert kjötstykki sem stinga má stinga í og níða niður. Sálarlaust kvikindi sem tekur ekki nærri sér ljót orð, sem eru sögð um persónu hans. Virðing manna á á milli , fer þverrandi. Ekki að ég sé nein helgislepja og jesúsi mig í bak og fyrir alla daga. Nei -nei,alls ekki!  Ég er stundum ekki langt frá að hegða mér eins og sönn Vesterbro pige, í orði. Var úti að aka saman með snáðanum mínum í dag. Hann fékk að sitja í framsætinu við hliðina á mér. þegar hann fær það, er hann ekki síður með hugann við aksturinn en ég. Athugar vel umferð í báðar áttir og  gefur leyfi að beygja inn á götuna. Athugull auka bílstjóri! Ég var nýkomin inn á breidan sveitaveg og hradinn var að nálgast 90km, þegar bill ekur inn á veginn ,í veg fyrir mig. Ég hrópa "HELVÍTIS kallinn, kann hann ekki að keyra, fíflið" um leið og ég nauðhemlaði og rétt náði að stoppa áður en ég snerti bílinn hans. Nokkrir centimetrar skildu okkur að. Kannski á hann snöggum viðbrögðum mínum ,líf sitt að launa. Umferð var á móti svo hér hefði getað farið illa. Snáðinn leit á mig og spurði síðan "Mamma , hvað hrópaðir þú áðan? Ekki neitt ,svaraði ég. Ég skammaðist mín fyrir orðbragðið á mér og vildi ekki endurtaka það fyrir litla snáðann. Við viljum ekki að börnin séu með sóðakjaft -blóti fólki í sand og ösku -geri lítið úr öðru fólki. Sendi fingurinn upp í loftið í kveðjuskyni. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft- aðgát skal höfð í nærveru sálar - Amen                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg er sammála þer með þetta virðingarleysi sem viðgengst orðið í þjóðfélaginu, og þó víða væri leitað!   Sjálf er eg að reyna að vanda mig þó það gangi ekki alltaf vel.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

góð sjálfsáminning hjá móðurinni.Hins vegar er það nú vart til eftirbreytni hjá þér, að vera með ungt barn í framsætinu. Veit nú auðvitað ekki hversu gamall drengurinn er eða stór, en hérlendis er Umferðarstofa alltaf að vara foreldra við að hafa ung börn í framsætinu. Man nú ekki alveg við hvaða aldur er miðað, en hygg að það hafi allavega verið við 10 ára a.m.k. Beltin veita slíkum börnum falstk öryggi, við slíkan árekstur sem þú hefðir getað lent í, drengurinn hæglega getað smogið yfir eða út úr beltinu við höggið, sem víst því miður mörg dæmi hafa sýnt.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.8.2008 kl. 16:14

3 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Magnús:Stráksi er á upphækkun og vel fastur. Annars á aldrei að sitja í farþegasætinu frammí - stórhættulegt sæti! Kemur ekki til af góðu að hann fær leyfi til að verma framsætið- hann er svo bílveikur í aftursætinu! ps -bíllinn er með airbags- veit ekki hvort þad er gott eða vont!   

Birna Guðmundsdóttir, 3.8.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gott að heyra að þú ert ekki gáleysisleg með þetta, því miður allt of mörg dæmi um það. En leitt með strákgreyið að þjást af bílveiki, en reynslan er nú oftast sú að slíkt eldist af.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.8.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband