Ég er sjúklega hrædd við geitunga! En bara í ágúst. Ég las nefninlega einhversstaðar að geitungar væru árásargjarnir og alveg æstir í að stinga fólk í ágúst Auðvitað er ég hrædd við geitunga allt árið- ekki spurning. Meira að segja meðan þeir eru sofandi í vetrardvala. þeir gætu rumskað af værum blundi ,geðvondir og ringlaðir í hausnum ! Brjálaðir í að stinga einhvern og auðvitað væri þessi einhver , ÉG Ég byrja að fylgjast náið með dagatalinu og geitungunum síðustu dagana í júlí. Treysti ekki alveg á að geitungarnir kunni á dagatal og bíði til 1. ágúst með að stinga mig! Mér finnst ég sjá breytingar á geitungunum strax um miðnætti þann 31. Júlí þeir renna sér að mér eins og orustuvélar -með broddinn tilbúinn, geta varla beðið eftir 1. ágúst!. Ég legg alltaf á flótta. En engin miskunn er í gangi hjá þeim. þeir elta mig samviskusamlega ,alveg sama hvert ég fer. Ég hef á flótta mínum undan geitungunum, hellt yfir mig sjóðandi heitu kaffi, ísköldum bjór, pizzu og óteljandi öðrum matvælategundum. Ég hef dottið á hausinn þrisvar sinnum á flóttanum, klemmt mig á hurð og ráðist á hurð! En aldrei verið stungin af geitungi ! Nú er kominn ágúst mánuður enn einu sinni. Geitungarnir sem varla hafa sést hér í sumar, flögra nú í bunkum fyrir utan gluggana hjá mér. Sennilega eru þeir allir að bíða eftir að komast inn og kíkja á dagatalið hjá mér !
Nú ætla ég, að leika laglega á þá- hef júlímánuð á öllum dagatölum í húsinu!. l
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þoli engar flugur...og elska kisur, finnst ég því eiga heilmikið sameiginlegt með þér, þó ég þekki þig ekkert. Gaman að lesa bloggið þitt. Kíki örugglega aftur á þig.
Anna Þóra Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.