Eru læknar meindýr?

Gleymdist að telja læknana með ?Manni skilst á mörgu fólki að sumir læknar séu hálfgerð "meindýr" eru bæði dýrir heim að sækja og valda skaða. Ekkert skárra hér í DK- Hér var maður með brjósklos ,sem var að valda lömun í fæti , beðinn um að fara ekki í uppskurð á "Ríkinu" að nóttu til . Læknirinn  sem er læknir á Ríkinu sagði blákalt að það væri stórhættulegt að vera skorinn upp á nóttunni á sjúkrahúsinu, vegna læknamistaka. Ef ég hefði ekki heyrt þetta með eigin eyrum - mundi ég ekki trúa þessu! Sem betur fer gera læknar líka góða hluti - ekki má gleyma því:)


mbl.is Meindýr á enskum sjúkrahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég er alveg sammála, er engan veginn trygg vid okkar lækni, sem mér finnst vera alger slugsi. En er búin ad prófa marga lækna, og grasid er ekkert grænna hinum megin!!! thannig ad ég nenni ekki ad skifta. Nú hafa their líka svo mikid ad gera og ég held ad thad spili inn.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef unnið með læknum stóran tíma minna starfsævi og mín reynsla er að þeir séu eins og aðrar stéttir, flestir frábærir og 10% sökka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, læknar eru víst líka fólk eins og við hin, en gæti alveg ftrúað hlutfallinu hennar Jenýar, nema hvað ég myndi nú ekki nota þessi orð kannski um þá.

Magnús Geir Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Jenný Anna:starfa sjálf í nánu samstarfi við lækna og finnst ég rekast ansi oft á 10%

Magnús minn: meindýr um heila stétt er kannski full gróft - einungis fáir skaðvaldar innan stéttarinnar- en ég get sennilega notað ordid rándýr um lækna almennt -án þess að roðna

Birna Guðmundsdóttir, 7.8.2008 kl. 00:44

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

N'u, hafa þeir reynt að rífa þig í sig blessaðir? Þú hlýtur þá bara að vera ansi girnileg haha!

Nema þeir hafi verið RÁNDÝRIR!?

Magnús Geir Guðmundsson, 8.8.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband