Frúin er falleg og hleypur hratt
með fána í báðum höndum
Í bláleitum kjól, með barðastóran hatt
hún birtist í mörgum löndum.
Myndin af Dorrit með fánana er flott og enn meira gaman að sjá andstæðurnar sem eru á myndinni. Fögnuður og sorg. Myndin birtist víða um heim!
Breytir samt ekki skoðun minni á að konan er með athyglissýki -en það er nú eiginlega þjóðarsjúkdómur á hjá Íslendingum. Ég er þar engin undantekning ef einhver fengi þá flugu í höfuðið að ég þættist vera öðrum betri . Ég vil gjarnan vekja athygli og viðra mínar skoðanir á mönnum og málefnum án þess að fá á mig persónulegt skítkast. Lýðræði byggist á frelsi til að tjá sig. Finnst reyndar oft vera skýtið hve menn og málefni eru annaðhvort svört eða hvít.
Í dag er Dorrit hvít- sama hvað hún gerir - en Ólafur fyrrv. borgarstjóri svartur sama hvað hann gerir. Skil ekki svona svart-hvítar skoðanir.
Tek enn og aftur Dorrit sem dæmi: Hún er glæsileg kona og full af barnalegum og alþýðlegum uppátækjum. Sum finnast mér vel við hæfi -önnur minna tilpassandi. Hún er prinsessa,reyndar bara skartgripa- prinsessa, sem getur veitt sér allt sem hugurinn girnist og fæst fyrir peninga. Hún var svo heppin að verða ástfangin af manni sem er þjóðhöfðingi í landinu litla með bara 300.00 íbúa
lSviðsljósið er því hennar og hún nýtur hvers augnabliks sem hún fær athygli.
Alþýðleg ? Er maður alþýðlegur ef maður bindur skóreimar barna í miðri ræðu hjá forsetanum -eða gengur um í lopapeysu? Er ekki bara öll þjóðin passleg blanda af alþýðlegheitum og snobbi upp og niður. Skemmtilegur kokteill
Doritt er alltaf flott og kemur óaðfinnanlega fram við opinberar athafnir hér í DK. Enda fastar venjur og engin alþýðlegheit leyfð við kóngabrúðkaup hér í DK. Enda þokkalegur fjári ef einhver færi að steypa sér kollhnís á degi þar sem brúðhjónin eru í sviðsljósinu.
Kannski er ég ein um þá skoðun en ég hefði viljað sjá Óla hlaupa með fána í sigurvímu með frúnni og merkilegt nokk mér hefði fundist það í fullkomnu lagi!!
Svona að lokum -án gríns þá eru Íslendingar skemmtilegasta fólk í heimi - karlarnir á Klakanum flottastir af öllum körlum og konurnar þekkjast úr stórum hópi kvenna, fyrir hve flottar þær eru.
Kær kveðja frá DK
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dorrit er dúllurass, dansar eins og lítið skass, allir hér elsk' ana.. la la la la
Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 00:43
Hef nú ekkert fylgst með Dorit þar sem Ólafur er ekki minn forseti.
Svart/hvítar skoðanir eru algengar, líka hér hjá dönum. Þar bætist líka við þröngsýni (uss, uss, uss)
Þetta neðsta með flotta landa, fæ ég alveg til að passa, hef líka heyrt það frá fólki að öðru þjóðerni
Guðrún Þorleifs, 26.8.2008 kl. 06:16
Guðrún ertu ekki íslenskur ríkisborgari? Hélt að Ólafur væri forseti okkar allra.
Danir eru að auki afturhaldssamir og öfundsjúkir- en sem betur fer ekki allir -held ég! Var í vinnunni um daginn og hringdi á læknavaktina - læknirinn sem kom var svo flottur að mín fyrsta hugsun var. "Maðurinn getur bara ekki verid Dani" Rétt hann kom frá Færeyjum -en karlmenn þar geta líka verið flottir -ekki spurning! God dag
Ásdís, er smá dýrkun kominn í gang hjá ykkur Gott mál, margir þurfa á því að halda! Eigðu góðan og ánægjulegan dag, mín kæra
Birna Guðmundsdóttir, 26.8.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.