Til eru Danir eins og þeir sem verið er ad lýsa hér í greininni. Uppfullir af ergelsi -peningagræðgi og yfirgangi og öfundsýki! Svoleiðis vitleysingar finnast meðal allra þjóða -en Danir eru eitthvað óheppnir þessa dagana -ekki satt? Allir þeirra verstu skúrkar hitta okkur Íslendingana til sjávar og sveita. Láta okkur heyra það óþvegið og eru ekkert ad snúa kurteisu hliðinni að okkur. Enda engin þörf á því! Búið að gefa út að við erum hryðjuverkamenn,skítblönk og stórhættuleg! Hver vill hjálpa svoleyðis fólki nema gegn staðgreiðslu, á hafi úti? Ég veit að til er fólk sem lætur okkur finna hve ótrúlega vitlaus við erum sem þjóð í heild sinni og dæmir alla út frá blaðafréttum um Íslensku þjóðina. Við erum komin í hlutverk þess sem allir meiga sparka í og koma illa fram við. Danir njóta hlutverksins út í ystu æsar. Enda mesta hópsál sem ég hef kynnst. Annars er merkilegt ef fólk í lífsháska fær ekki hjálp ! Reyndar alveg óskiljanlegt og ófyrirgefanlegt vona ad svona atvik sé algert einsdæmi. Ég ætla að halda áfram að vera stoltur Íslendingur í Danmörku ...allavega enn um sinn! En vissulega hafa atburðir síðustu mánada haft áhrif á framkomu fólks í okkar garð og vissulega er ekkert gamanmál að vera Íslendingur í Dönskum banka í dag! En ég hélt í barnaskap mínum að fólk í háska væri ekki látið gjalda fyrir þjóðerni sitt!
Athugasemdir
Danir eru bara fífl, einfalt mál!
Hinrik Jósafat Atlason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:07
Mér þykir þessi atburðarás sem maðurinn segir frá algerlega með ólíkindum, eiginlega eins og lygasaga. En stundum er sannleikurinn lýginni lík.
Guðrún Þorleifs, 14.11.2008 kl. 11:26
Ég verð að segja að mér finnst miður hvað léleg blaðamennska getur gert. Sögð er saga þessa manns án þess að kynna sér aðstæður eða hvursu mikið getur verið til í þessu. Hann hefur væntanlega haft slæma upplifun. En mér finnst ótrúlegt að lögreglan fari að segja lygasögu. Það hljómar líka eins og maðurinn hafi misskilið sumt af því sem var sagt við hann. Hvernig dettur manninum líka í hug að sigla án þess búnaðar sem lög krefjast. ÉG er stoltur íslendingur sem bý í Danmörku og er mjög leið yfir þeim sögum sem berast um hversu illa sé farið með okkur hérna. Hugsanlega flestar sannar, en ég vel að taka þeim með varúð og ekki blása út reiði minni fyrr en ég veit meira.
Mín upplifun af dönum er yfirleitt góð. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir...rétt eins og íslendingar. Þeir sem ég umgengst finnst leiðinlegt að svona er fyrir okkur komið og vona að okkur verði hjálpað að komast aftur á lappir. Flestir vita að það er ekki almúginn sem setti landið nánast á hausinn.
Ég vona að fólk reyni að slaka á og ekki bara ergja sig yfir fréttum sem engin veit hversu mikið er til í.
Sólrún (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:51
Já eru danir ekki bara eins og allar aðrar þjóðir misjafnir þegar kemur að samskiptum við aðra. Ég hef verið töluvert þarna í Danmörku og alltaf fengið eðlilegt viðmót þangað til í sumar þá svindluðu þeir á mér í sambandi við bílaleigubíl sem þeir létu mig borga tvisvar og hafa ekki séð sóma sinn í að leiðrétta ennþá. Enn það er allt í gangi og gengur svo sem ekkert. En það er hræðilegt að bjarga ekki fólki í lífsháska nánast refsivert ekki satt
Gylfi Björgvinsson, 16.11.2008 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.