Sparperur eru ekki algóðar.

Sá rannsókn þar sem sparperur voru orðsök þess börn á leiksólum voru ofbeldisfull og ógnóg sjálfum sér. Eftir ad skipt hafði verið í gömlu glóða perurnar - breyttist hegðun barnanna og þau fóru ad leika sér hvert við annad og dunda sér við að teikna.  Sama ástand kom upp á vinnnustað sem var rannsakaður - sparperur gerðu fólk pirrað og mórallinn breyttist til hins verra. Lagaðist um leið og skipt var um perur. Orsökin er að mati þeirra sem að rannsókninni stóðu -ógnóg birta. Allir þurfa birtu við vinnu sína. Sparperurnar gefa ekki nóga birtu - bara að benda á þessa staðreynd -  Persónulega finnst mér sparperur ágæt sem lýsing þar sem má vera hálfgetr rökkur -  afleytar ef ég er ad lesa eða sinna vinnu minni. 
mbl.is Sparperur lýsa víða leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geturðu komið með heimild fyrir þessu?

Verð því miður að segja að þetta hljómar frekar einkennilega. Það er fjarri sannleikanum að sparperur gefi frá sér minni birtu bara af því að þær eru sparperur. Ef "WATT" talan er að trufla þig þá stendur hún einungis fyrir orkunotkun perunnar en ekki ljósmagnið sem kemur frá henni. Þess vegna er oft merkt á umbúðir sparpera að þær jafngildi stærri glóperum, miðað við WÖTT.

Tóti (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Er ad vona ad ég finni blaðid sem ég las þetta í, núna þegar jólahreingerning stendur yfir. þetta var grein sem var skrifuð af sérfrædingi í lysingu innandyra.  Watt sparperunnar er ekkert ad trudla mig - las geinina  og fannst hún áhugaverd - þar var mælt med ad sparperur væru notadar til "hygge" lýsingar en önnur perugerd sem vinnu og leik lýsing.  þetta var alls ekki ádeila á sparperur - bara ábending um ad sú lýsing hentadi ekki allsstadar.   

Birna Guðmundsdóttir, 12.12.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

það er rétt sem þú segir að margar sparperur sem eru seldar í fyrir heimilisnotkun eru með lágu ljósmagni.

En það eru til sparperur með háu ljósmagni, þær eru að sjálfsögðu með hærri wattatölu einnig.

En hugsunin á bakvið sparperu er að gefa meiri ljósmagn per watt. þetta þýðir að 10 watta sparpera gefur sömu birtu frá sér og 40 watta glópera. restin af orkunni fer í það að framkalla hita.

Þannig að það sem þú ert að fjalla um kemur ekki sparperum við. Heldur þarf að velja rétt ljósmagn miðað við þær aðstæður sem ljósið er í.

Afi gamli þarf meiri birtu þegar hann er að lesa. það þýðir að hann velur 100 watta glóperu, eða þá að hann velur 40 watta sparperu, til að fá sömu birtu.

Hann sparar 60 wött fyrir hvern klukkutíma.

það þýðir 0.06 Kwh

Kwh kostar 8 krónur

miðað við að Afi lesi 3 tíma á dag 300 daga á ári þá er hann að spara sér 0.06w * 300daga * 3 tímar * 8 krónur = 432 krónur á ári, bara með einni peru.

Daninn er að spara sér þrisvar sinnum þá upphæð á ári. með sama ljósmagni,

Rúnar Ingi Guðjónsson, 12.12.2008 kl. 13:47

4 identicon

Þettaer bara bull. Þú getur fengið sparperur sem gefa mikla birtu mig minnir að 60W sé sama og 100W. Ég gerði þau mistök að taka of litlar enn svo tók ég bara stærri og nú er þetta í lagi

óli (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:00

5 identicon

sparperur lýsa ekki eins vel og glóðperur, það þýðir ekkert að slamma einhverjum alhæfingum um bull - þetta er bara staðreynd, litir bjagast í flúrljósi, það hefur einhvern blikkeffect sem getur farið illa í flogaveika og ef peran brotnar, þá mengar hún umhverfið með kvikasilfri, það gerist varla verra, kvikasilfur er últra eitrað.

http://www.techmind.org/energy/dontbanthebulb.html

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 19:22

6 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Er ekki rétt skilið hjá mér, að þú áttir ekki við byrtuna heldur ljósgerðina? Það er til alskonar gerðir af byrtu ég keypti til dæmis perur í vinnustofuna hjá konunni  sem áttu að líkjast sem mest dagsljósi, enn þær voru svolítið bláleitar og byrtan bara þreytandi, erfitt að vinna við svoleiðis byrtu þó ljósmagnið sé nægjanlegt. ég skipti þessu perum út aftur  og þetta er allt annað líf svo segir konan mín líka. Er ekki rétt skilið hjá mér Birna að þú áttir við eitthvað í þessa veru? 

Gylfi Björgvinsson, 12.12.2008 kl. 19:24

7 identicon

Sæl Birna,

Ég held að hér sé um einhvern misskilning að ræða.  Ef þú færð ekki nóga birtu frá CFL, þá þarftu einfaldlega stærri peru!  Þú verður líka að athuga að það eru nokkrar mismunandi tegundir á markaðnum sem gefa mismunandi birtu, gefið upp í kelvin gráðum.  Þú getur fundið perur sem gefa samskonar ljós og dagsbirta.  Ég hef unnið með ljós frá CFL í nokkur ár og gæti ekki hugsað mér að fara til baka og ég er MJÖG kræfur á ljós og verð að hafa mjög góða lýsingu þar sem ég vinn. 

Hvað varðar athugasemd gullvagnsins um blikk áhrifin, þá eru þau helst til staðar með gömlu ljóspípunum.  Sonarsonur okkar er með sérstaktan heilasjúkdóm sem m.a. kemur fram í flogum og er MJÖG næmur fyrir hverskonar blikki á ljósum.  Hann er alltaf í námunda við CFL, bæði heima hjá sér, þegar hann var í heinsókn hjá okkur og á barnaheimilinu. 

CFL menga ekki með kvikasilfri nema þær brotni.  Gasið í pípunni er með pínulítið af kvikasilfri.  Hinsvegar er það ekki nema brotabrot af því sem er í kvikasilfurshitamælum.  Ef ég man tölur rétt héðan frá USA, ef hver einasta ljóapera hér væri CFL þá myndu þær nota um 12 tonn af kvikasilfri á ári (til framleiðslu) samanborið við 50 tonn sem er árlega veitt út í andrúmsloftið frá kolakyntum orkuverum hér. 

Einn kostur CFL er mun minni hiti sem gerir þær ákjósanlegar til notkunar þar sem heitt er eða þar sem þarf mjög mikið ljós.  Við notum mest af 23W perum sem eru u.þ.b. það sama og 100w glóðarperur.  Persónulega þá líkar mér miklu betur við birtuna frá flúrljósum (EF þú velur réttar perur eða pípur!!!) heldur en glóðarperum. 

Gylfi:  Dagsljós er hátt á kelvin skalanum svo ljósið er meira út í bláa litinn.  Veldu "hlýrri" perur með lægri kelvin tölu.  Ef ég man rétt þá er dagsljós um 5700K en glóðarperurnar um 2800K.  3500-4000K ætti að vera gott vinnuljós:)

Kveðja frá Port Angeles, Washington.

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Glóðaperur Edinsons eru einfaldlega þægilegustu perur sem til eru vegna þess að þær gefa frá sér hvítt ljós sem spannar nánast allt tíðnisvið ljóssins eins og dagsbirtan, og við Íslendingar eigum ekki að banna þær, flúrpípur, sparperur, Xenon og díóður eru einfaldlega óþolandi af því að þær magna upp eina ákveðna tíðni, td. xenon, blátt. Halogen perur sleppa, en birtan frá þeim er samt ekki á réttu tíðnisviði, besta birtan er hvítt ljós þar sem allt tíðnisviðið er innifalið. Þetta er það sama og afhverju okkur finnst kertaljós þægilegt, vegna þess að það er náttúrulegt.

Óskar Ingi Gíslason, 13.12.2008 kl. 04:10

9 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Takk fyrir ykkar innlegg!  

í greinninni var talad um birtuna sem sparperan gefur frá sér(gulara ljós) og sagt ad hún sé ekki eins gód og í gömlu perunum þegar fólk er vid vinnu og lestur. -- ég leita nú ad þessu  bladi "logandi ljósi"

vonandi finn ég þad - margir danir sem ég þekki eru spenntir ad lesa greinina- enda hef ég vitnad í hana. Hér í ´Danmörku er innilýsing med því versta sem ég hef kynnst.  Ég hef komid inn á fleiri hundrud heimili í DK undanfarin ár  og eiga þau eitt sameiginlegt - lélega lýsingu.Á elliheimilum er lýsingin ekki skárri.  Hef þurft ad láta starfsmann lýsa mér med lampa á medan ég var ad skipta á sári . Mjög sjaldan er loftljós sem virkar og nægjusemin slík ad ef kveikt er á sjónvarpinu í íbúdinni er sú lýsing látin nægja - ef mikid brudl er í gangi er kveikt á einni lítilli lampatýru (örugglega med sparperu ) eda einu kerti.  Ég vildi ad ég væri ad ýkja -en ég er þad ekki!  Greinina gódu verd ég bara ad finna.  Var ad hugsa fyrst eftir ad ég las hana ,hvort starfsfólk á elliheimilinum væri svona neikvætt og fullt af sjálfsvorkun -vegna ónógrar birtu?  

Birna Guðmundsdóttir, 13.12.2008 kl. 09:32

10 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Hmmm, smá innskot... ég er nú ekki viss um að ég sé sammála honum Arnóri um það að Kelvin komi við sögu þegar tala á um birtustig. Kelvin er skali sem lýsir hitastigi og það þýðir að 4000K = 3725°C  (sem er næstum því jafn heitt og á yfirborði Sólar (5000°C) ;) 

Líklegast er hann að tala um lumen, sem er lýsing á afli af ljósi sem maður sér, eða lux sem er lumen á fermetra. 

Birgir Hrafn Sigurðsson, 13.12.2008 kl. 11:41

11 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

fyrir þá sem vilja vita meira þá bendi ég á Wiki ;)

http://is.wikipedia.org/wiki/Kelvin

http://en.wikipedia.org/wiki/Lumen_(unit)

Birgir Hrafn Sigurðsson, 13.12.2008 kl. 11:44

12 identicon

Ég vona að þú finnir greinina.  Ég er fullviss um að gerð ljóssins getur haft áhrif á geð fólks, það er nóg að minna á skammdegisþunglyndislampann frá phillips sem seldist vel í góðærinu - hann hafði þann eiginleika að herma vel eftir sólinni og létta lund þeirra sem þjást af skammdegisþunglyndi.  Það var ekki bara vegna þess að hann lýsi mikið, heldur sérstaklega hvernig ljósið var samsett.

Burt frá því öllu saman, þá er það eitt nóg að þetta bévaða sovét (esb) sé að setja einhverjar alræðisreglur um hvers konar perur má nota.  Kína er held ég eina landið sem framleiðir þessar sparperur. 

Er það ekki slæm hugmynd að gefa landi sem þekkt er fyrir eitraða framleiðslu (melamín, blý í leikföngum ofl) einokunarstöðu gagnvart allri evrópu eða öllum heiminum, og láta þá skaffa kvikasilfurhlaðnar perur sem vafalaust gufa einhverju kvikasilfri út við sinn hóflega hita?  Kannski það sé ástæðan að börnin voru skapbetri í venjulegri lýsingu, eitrun pirrar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 13:17

13 Smámynd: Eiður Ragnarsson

ég nota slatta af svona perum og slatta af þessum gömlu, og kann bara ágætlaga við þær báðar.

Ljósið frá þeim báðum truflar mig ekki, en ég set stórt spurningarmerki við endinguna, mér finnst þær ekki endast jafnmikið og framleiðandi vill vera að láta.  Og eitt einn sem rétt er að benda á, það er verðið, þær kosta umtalsvert meira...

Eiður Ragnarsson, 13.12.2008 kl. 13:34

14 identicon

Allir þekkja og vita að það á að sundurliða úrgang frá heimilum t.d. matarúrgang sér, gler sér, blikk og ál sér, rafhlöður sér o.s.f. Ég hef ekki séð neinstaðar , hvorki á Íslandi eða í öðrum Evrópulöndum sér ílát fyrir kvikasilvurperur ( sparperur ) og ég spyr " Hvað gerið þið við perurnar þegar þær eru ónýtar ?

V.J. (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 19:43

15 Smámynd: Einar Steinsson

Gömlu gasperurnar voru með hræðilega leiðinlegu ljósi og ég get trúað að svoleiðis perur geti haft slæm áhrif á börn en þessar perur hafa gerbreyst síðustu árin og í dag er hægt að fá þær í ýmsum litaafbrigðum. Þeir sem eru með fiskabúr eða ennþá frekar þeir sem eru með einhverskonar eðlur, skjaldbökur eða slöngur í búrum ættu að þekkja að til eru perur í ýmsum litaafbrigðum til að líkja eftir mismunandi aðstæðum í upprunalegu umhverfi þessara dýra.

Ég er búin að vera að skipta smá saman yfir í sparperur hjá mér og er mjög ánægður með útkomuna. Eina sem hefur angrað mig er að það tekur þessar perur alltaf smátíma að ná fullri birtu en þetta er mjög mismunandi eftir tegundum, sumar þurfa jafnvel nokkrar mínútur til að ná fullum afköstum meðan aðrar tegundir þurfa aðeins nokkrar sekúndur.

Nokkur atriði sem ágætt er að vita:

  • Wattatala segir ekkert um ljósmagn heldur eingöngu orkunotkun þó að eðlilega séu perur sem nota meiri orku yfirleitt bjartari.
  • Ljósmagn er soldið snúið að mæla en það er sjaldan gefið upp á perum hvorki glóperum né sparperum. Mælieiningar sem fjalla um ljósmagn eru t.d. Lumen, Lux og Candela.
  • Kelvin er hitamælieining en þegar það er gefið upp á perum fjallar það ekki beint um hita heldur lit á ljósi. Ég kann ekki nákvæmlega fræðin bak við það en það fjallar um að efni gefa frá sér mismunandi lit þegar þau eru hituð í mismunandi hitastig.

Einar Steinsson, 13.12.2008 kl. 22:08

16 identicon

Sæl öll

Mig langar til að benda ykkur á vefslóðina http://www.elsparefonden.dk/publikationer/brochurer/lyskilder-til-boligen-2008/ þar sem er bæklingur um perur í íbúðarhúsnæði.  Hann útskýrir margt af því sem hér hefur verið til umræðu.

Guðjón L. Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:47

17 Smámynd: Sverrir Einarsson

Perurnar á mínu heimili sem "spara" rafmagn eru perurnar sem eru "sprungnar" þær spara mesta rafmagnið.....þangað til ég set nýjar í staðinn.

Sverrir Einarsson, 14.12.2008 kl. 16:07

18 identicon

Kelvin er einnig sem mælikvarði á litahitastig.

Hugsunin er sá ljóslitur sem heitur svarthlutur mynda glóa í, ef hann væri á viðkomandi hitastigi á Kelvin.

http://en.wikipedia.org/wiki/Color_temperature

GBB (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:52

19 identicon

Ég ætla að fá að koma með smá innlegg - enda ljósahönnuður (reyndar fyrir leikhús) og velti svona málum mikið fyrir mér.

Sparperur svokallaðar lýsa vegna þess að á ákveðinn hátt er kveikt í lofttegund inni í þeim, ólíkt glóðarperum - þar sem að vír af tiltekinni tegund hitnar og lýsist þegar hann kemst í tæri við rafmagn. Hvor aðferð um sig býður upp á mismunandi ljóshitastig og mismunandi ljóshiti ræður því hvernig litir endurvarpast í augun á okkur. Hærri ljóshiti flúrpera er oft mjög truflandi og er er birta þeirra á vissan hátt 'harðari' heldur en hjá þessum hefðbundnu (tungsten). Tíðni ljóssins er líka dálítið óþægileg því þó við sjáum það ekki bersýnilea þá tifa gasperur ekki eins ört og tungsten ljós svo það virkar ekki eins samfellt. Í raun má segja að þær blikki - en rosalega hratt. Blikkið er samt truflandi. Sem dæmi um mjög harða og óvinveitta birtu eru ljósastaurar með 'bláum' perum (svo ekki sé talað um appelsínugulu perurnar - en það er önnur ella).

HINSVEGAR - þá eru gasperur af mismunandi gæðum. Ikea gasperur eru t.d. vita gagnslausar og sóa í raun orku frekar en að spara hana, því þær skila minni birtu. Hlutfallið á milli þeirrar orku sem peran þiggur og því ljósi og hita sem hún skilar ákvarðar hversu sparneytin hún er - rétt eins og munurinn á bíl sem fer hundraðið á 4 lítrum og jeppa sem fer hundraðið á 9.

Osram eru eflaust ágætar - en sjálfur er ég sáttastur við philips perur. Góð regla er svo að sleppa við gasperur sem reyna að líkja eftir útliti gömlu peranna. Nær er að taka perur sem sýna rörin sem gasið er inni í, því annars eru fleiri lög af gleri/plasti sem hindra birtuna. 

Gasperur - sérstaklega hefðbundnar flúrperur (löngu pípurnar) er hægt að fá í mismunandi litum. 'Hvítt' blárra og gulleitara. Ekkert fer eins mikið í taugarnar á mér og skólastofa eða vinnustaður þar sem perurnar eru í mismunandi litum. Athugið svo að hverjum og einum þykir svo mismundandi birta þægileg. Þó pakkningin segi að hvítt virki best, þá þreytir það kannski manneskju sem er vön gulu ljósi - og ég held að við séum það í raun flest.

Á Íslandi er óþarfi að nota sparperur af umhverfisástæðum - og í raunnini rangt. Raforka okkar er endurnýjanleg og veldur ekki loftmengun. Hisvegar er ekki auðvelt að henda þessum perum þar sem þær eru fullar af kvikasilfri og ættu undir ENGUM KRINGUMSTÆÐUM að fara beint í ruslið. Þær brotna og kvikasilfrið lekur svo út í náttúruna og eitrar jörðina. All svakalega meir að segja. Hinsvegar lækka þær auðvitað rafmagnsreikninginn. Svo, af því að þær endast lengur, þarf sjaldnar að flytja þær til landsins svo mengun af völdum flutning er minni en ella.

Ljós má auðveldlega lita með þar til gerðum filmum (www.leefilters.com) sem fást t.d. hjá Extón eða Luxor. Það nenna samt kannski ekki allir að standa í þeim.

Það sem truflar mig samt mest er að þessar perur er ekki hægt að dimma eins og glóperur. Þess vegna eru leikhúsljósahönnuðir í mestu vandræðum. Hvað á að gera í leikhúsi án glóðarpera? Það gjörbreytir vinnuumhverfinu - já og rómantísku stemningunni heima í stofu!

Vona að ég hafi ekki drepið (eða varanlega skemmt) neinn. Skal glaður taka við nánari fyrirspurnum í pósti ;)

Friðþjófur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband