lifað í lygi!

Einhvernvegin held ég að leðrið sem þú notar daglega geti hæglega veriðupprunið í Kína. Skil ekki að það sé frétt þó þú sért "fúl" með jólagjöfina þína. Vonandi losnar þú við óbragðið úr munninum fyrir næstu jól !  Já , laun heimsins eru vanþakklæti! 
mbl.is Með óbragð í munni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hún er víða lygin. Íslenskt fyrirtæki er búið að auglýsa grimmt fyrir jólin með notkun íslenskra þjóðsagna "íslenskan útivistarfatnað". Þegar að er gáð er ekkert íslenskt við þessa vöru, merkið ZO-ON er útlenskt, efnið er útlenskt og flíkurnar saumaðar í útlöndum. Nákvæmlega ekkert íslenskt við þessa vöru. Fyrir skömmu síðan var skammast út í grænmetisinnflytjanda fyrir að auglýsa vöruna sína sem íslenska af því að grænmetið var skolað upp úr íslensku vatni. Það er töluvert íslenskara en þessi "íslenski útivistarfatnaður".
Og allt þetta dýraverndunarhyski notar hiklaust leðurskó, veski, töskur, belti, ofl. úr leðri. Það bara hentar þeim ekki að vera á móti leðurnotkun og þess vegna er það í lagi. En loðfeldir sem eru auðvitað bara loðið leður eru þeim ekki hugnanlegir. Ef þetta er ekki skinhelgi ...þá hvað? Falsið og ruglið í þessu liði er ótrúlegt. Þetta er eins og grænmetisætur sem éta allt nema kjöt.

corvus corax, 3.1.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vída er spillingin í hávegum höfd....

Kvedja frá Jyderup.

PS Eigum vid hérna á sjálandinu ekki ad fara hóa okkur saman?

hvernig líst tér á tad .

Er tíl í ad fá ykkur í heimsókn.

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 09:09

3 identicon

Það er augljóst í fréttinni að Hanna María dýralæknir er ekki að gagnrýna nýtingu dýra sem slíka heldur aðferðir sem eru sannanlega oft viðhöfð þar sem ekki eru neinar reglur eða eftirlit með aðferðum við aflífun dýra.

Ég held að allt venjulegt fólk geti verið sammála um að ekki undir neinum kringumstæðum er það réttlætanlegt að deyða dýr á kvalafullan hátt!

Walter (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:30

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gleðilegt nýtt og bestu bataóskir til þinna handa!!!

 Kær kveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 3.1.2009 kl. 12:46

5 identicon

Hvað er að því að borða allt nema kjöt?

Krummi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 13:38

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Birna .Svona ad ödru.Er dóttir tín enntá inni í X-faktor?

kvedja

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 15:59

7 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Gleðilegt ár Birna og vonandi er handa heilsan komin í lag. Mín reynsla er að margt gott kemur frá Cína og mér finnst ekki hægt að alhæfa að þó eitthvað sé framleitt í Cína þá hljóti það að vera lélegt svo er alls ekki. svo getum við líka skoðað í okkar eigin barm til að mynda refa og minkabúin á Íslandi hvaða framleiðsla er það annað en iðnaðarframleiðsla

Gylfi Björgvinsson, 3.1.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband