Komin heim í heiðardalinn!

Aldrei get ég verið "normal" Allir á leið frá Klakanum, nema ég! Kom í heimsókn fyrir stuttu á meðan ég var að jafna mig eftir handarbrotin mín frægu. Á vinstri og hægri. Ákvað að vera áfram, allavega fram að skólalokum í vor. Búin að fá vinnu. kaupa bíl og litli prinsinn kominn í skóla. Já, ég er komin í minn hýra Hafnarfjörð og bý við rætur Ásfjalls og Ástjarnar. Hjá yndælli fjölskyldu sem skaut yfir mig skjólshúsi til vorsins. Prinsinn minn alsæll í Áslandsskóla og fer honum fram med hrada ljóssins í íslenskunni.  Allt spennandi og skemmtilegt.

Ég er að átta mig á breyttum aðstæðum  og upplifa gamla bæinn minn á nýjan hátt. Finna gamla staði sem enn standa og aðra sem eru týndir undir húsum. Minningar um æskuárin eru teknar fram og dustað af þeim rykið,sagðar í söguformi í bílnum. Með litla prinsinn við hliðina á mér. Hann er áhugasamur hlustandi. Ég fús, að gleyma mér í minningunum og ævintýrunum sem ég upplifði sem stelpa. Fyrsta minningin er frá mínu fyrsta ári ,svo minningaperlurnar eru marga og perlufestin orðin löng.         

Ég er hálf hissa á ad vera á Íslandi eftir svona langa dvöl í DK, landinu sem ég ætlaði bara að stoppa í nokkra mánuði- lengdin dróst í annan endann og er varla enn séð fyrir endann á þeirri dvöl. Tilfinning mín segir mér ad í mér blundi "flakkari" sem eigi eftir ad fá ad blómstra.

 Nú er kreppa og allt dýrt. Maður finnur vel fyrir áhyggjum fólksins um framtíðina. Áhyggjum sem eru svosem ekkert öðruvísi í DK. þar er líka erfitt að láta enda ná saman. Kannski eini munurinn að kröfur fólkins eru ekki eins miklar um lífsins þægindi.

Næstu mánuði ætla ég að reyna upplifa á eins jákvæðan hátt og mér er unnt - leyfa örlagadísunum að leiða mig á vit ævintýra í landinu fallega - sem án efa, á í mér einlægan og ákafan aðdáanda. Kreppa og peningaleysi geta ekki breytt ást minni til lands og þjóðar.

Heyrumst:)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gangi tér allt í haginn Birna mín á Íslandi.Vid eigum eftir ad hittast í Tølløse eda Jyderup vid tækjifæri.

Hjartanskvedja úr Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 23.2.2009 kl. 05:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott hjá þér.  Vona að þú njótir þess vel að vera "heima".

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.2.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Velkomin  heim  Birna.  Svo við erum  nágranar eftir allt, ekki datt mér nú það í hug  að svo yrði. Enn og aftur  velkomin á klakann 

Gylfi Björgvinsson, 27.2.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Takk fyrir góðar óskir!  Verð sennilega hér uns klaka leysir í vor, ég búin adð notfæra mér kosningaréttinn og litli snáðinn búinn að læra íslensku.

Gylfi: mér datt það eiginlega ekki í hug, að ég ætti eftir ad hafa hér vetursetu- ekkert skrítið að þér hafi ekki dottið það í hug!!  Stundum framkvæmi ég spontant!.

Birna Guðmundsdóttir, 1.3.2009 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband