Ég fæddist á Sólvangi fyrir um hálfri öld. Innfæddur Gaflari og er stolt af því! Eftir helgina byrja ég að vinna á áður nefndum stað. Er komin eins nærri uppruna mínum og mögulegt er. Ætla að vaka á meðan aðrir sofa. Sofa á meðan aðrir vinna.
Er ennþá á upprifjunarflippi með litla snáðanum mínum. Nú var Suðurgatan tekin fyrir.Húsin sýnd og allt í einu hoppuðu öll börnin sem bjuggu í húsunum fyrir 40-50 áum ljóslifandi fram í minningunni. Glöð og kát í leik. Feluleik við húsið sem er skreytt með mósaiki. Ég sé mig standa með hendina upp við vegginn og höfuðið hvílandi á handleggnum ,með lokuð augun. Teljandi upp að hundrað. Einn du runnnn sex sjö átta níu og tíu! Allir sem vettlingi gátu valdið, hlupu og földu sig. Við vorum oft á bilinu 10-20 krakkar sem tóku þátt í leikjum fallegra sumarkvölda á Suðurgötunni. Merkilegt hve minnningarnar geta allt í einu orðið ljóslifandi, börnin raunveruleg og upplifun minninganna notalega skýr. Forvitni mín er vakin. Hvar eru börn Suðurgötunnar í dag? Ég held sambandi vid nokkrar stelpur ,en hvar eru hin" börnin" stödd í lífinu?
Við ættum kannski að hittast á ný ,koma fram úr lífsins feluleik. Eiga kvöldstund saman.
Dægurmál | 1.3.2009 | 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fegurðardrottning með fiðlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 1.3.2009 | 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aldrei get ég verið "normal" Allir á leið frá Klakanum, nema ég! Kom í heimsókn fyrir stuttu á meðan ég var að jafna mig eftir handarbrotin mín frægu. Á vinstri og hægri. Ákvað að vera áfram, allavega fram að skólalokum í vor. Búin að fá vinnu. kaupa bíl og litli prinsinn kominn í skóla. Já, ég er komin í minn hýra Hafnarfjörð og bý við rætur Ásfjalls og Ástjarnar. Hjá yndælli fjölskyldu sem skaut yfir mig skjólshúsi til vorsins. Prinsinn minn alsæll í Áslandsskóla og fer honum fram med hrada ljóssins í íslenskunni. Allt spennandi og skemmtilegt.
Ég er að átta mig á breyttum aðstæðum og upplifa gamla bæinn minn á nýjan hátt. Finna gamla staði sem enn standa og aðra sem eru týndir undir húsum. Minningar um æskuárin eru teknar fram og dustað af þeim rykið,sagðar í söguformi í bílnum. Með litla prinsinn við hliðina á mér. Hann er áhugasamur hlustandi. Ég fús, að gleyma mér í minningunum og ævintýrunum sem ég upplifði sem stelpa. Fyrsta minningin er frá mínu fyrsta ári ,svo minningaperlurnar eru marga og perlufestin orðin löng.
Ég er hálf hissa á ad vera á Íslandi eftir svona langa dvöl í DK, landinu sem ég ætlaði bara að stoppa í nokkra mánuði- lengdin dróst í annan endann og er varla enn séð fyrir endann á þeirri dvöl. Tilfinning mín segir mér ad í mér blundi "flakkari" sem eigi eftir ad fá ad blómstra.
Nú er kreppa og allt dýrt. Maður finnur vel fyrir áhyggjum fólksins um framtíðina. Áhyggjum sem eru svosem ekkert öðruvísi í DK. þar er líka erfitt að láta enda ná saman. Kannski eini munurinn að kröfur fólkins eru ekki eins miklar um lífsins þægindi.
Næstu mánuði ætla ég að reyna upplifa á eins jákvæðan hátt og mér er unnt - leyfa örlagadísunum að leiða mig á vit ævintýra í landinu fallega - sem án efa, á í mér einlægan og ákafan aðdáanda. Kreppa og peningaleysi geta ekki breytt ást minni til lands og þjóðar.
Heyrumst:)
Dægurmál | 23.2.2009 | 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fátækt og hungur á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 16.1.2009 | 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Loksins fer ég ad geta lifad edlilegu lífi - held ég. Losna vid gifsid af hægri hendinni á mánudaginn. Ætti ad geta pikkad edlilega á tölvuna og borad í nefid med hægri hendinni eftir heimsókn til læknisins. Puttinn á vinstri hendinni er allur ad komast í edlilegt horf, enda einungis minnsti puttinn sem brotnadi. Hægri hendin fór verr út úr thessu frjálsa falli og brotnadi á tveimur stödum. Fyrsta brot uppgötvadist eftir tvo daga - enda bara oggulítid og sætt bein vid thumalffingur sem brotnadi. Eftir gifs í 10 daga kom svo í ljós ad eitthvad var ekki eins og thad átti ad vera. Doksi spurdi mig hvort ég væri virkilega med svona mikinn sársauka thegar hann teygdi og togadi hendina í allar áttir- ég játadi thví. Ókei á studli 1-10 -hvar liggur sárasaukinn, spurdi Doktorinn. Ég leit á hann og svaradi- "lemja lækninn" Hann horfdi á mig og sendi mig í myndatöku med theim ordum ad sennilega væri ekki allt eins og thad ætti ad vera. Eftir mynatökuna kom í ljós ad úlnlidurinn var brotinn thverrt yfir og ekkert skrýtid ad ég væri med verki. Gips var sett á aftur og núna á mánudaginn eru lidnar 3 vikur. Ekkert smá fúlt ad enda svona og vinnuveitandinn minn er enn fúlli en ég. Búinn ad reka mig einu sinni, en eftir samtal vid einhverja yfirstýru á ég ad mæta á fund á thridjudaginn og ræda vid mig hvenær (eda hvort)ég get komid til baka -ef thad er innan skynsamlegra marka fæ ég kannski ad halda vinnunni! Furdulegur skilningur hjá mínum vinnuveitanda -enda ríkisrekid sjúkrahús! Madur hefdi haldid ad madur mætti meiri skilningi á thannig stad- en svo er greinilega ekki. Út med sjúklinga!!! Nú er bara ad vona ad doktorinn sem ég heimsæki á mánudeginn sé skynsamur madur, ad mati míns vinnuveitanda. Nú ef ekki ,thá er ég atvinnulaus. Veit sem er ad ég fer ekki ad vinna daginn eftir ad gifsid er fjarlægt. Ég er svona farin ad skilja ad ég fái enga gullmedalíu fyrir ad mæta of snemma í vinnuna. En mikid svakalega er ég ordin leid á ad vera svona handlama og vissulega verd ég manna kátust, ad komast í vinnu aftur. Læknirinn taladi um midjan febrúar- vona ad thad standist. Get lofad ykkur thví ad ég hef ekki notid thess ad vera heima hangandi- sakna vinnunnar. Fyllist andlegri kreppu ad geta ekki verid í vinnu og gert thá hluti sem mig langar til. Sennilega er allt í lagi ad brjóta eina hendi. en tvær finnst mér tooooo much!
Er ad kíkja til Íslands á midvikudaginn og ætla í líkamlega og andlega endurhæfingu í einhverri sundlauginni. Hitta allt skemmtilega fólkid sem á Klakanum býr og fá mér pylsu med öllu um midja nótt í Ártúnsbrekkunni- lífid verdur bara dásamlegt Ekki er ferdafélaginn af verri endanum, 6ára sonur minn fær ad koma med og upplifa Ísland um hávetur- spennandi ad sjá hann upplifa í ofsarok og skafrenning!!
Dægurmál | 16.1.2009 | 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Biðst afsökunar á mannfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.1.2009 | 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Með óbragð í munni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 3.1.2009 | 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Frjálst er að mótmæla í frjálsu landi- gleymum því ekki! Fyrirlít af heilum hug gungurnar sem kasta grjóti í skjóli myrkurs ad eigum annara! Hvort sem eigendurnir stunda mótmæli eður ei. Nornabúðin er með skemmtilegri búðum sem maður kemur inn í og ef þú lesandi góður hefur ekki lagt leið þína þangað nú þegar - endilega kíktu við hjá henni EVU og njóttu kaffibolla í notalegu galdra umhverfi. Eva er skemmtileg heim ad sækja og alltaf tekst henni ad koma mótmælum sínum til skila í fjölmidlum. Já -stundum er það göldrum líkast:)
Gledilegt ár og fridsama daga á nýja árinu!
Ráðist gegn Nornabúðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 2.1.2009 | 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dægurmál | 14.12.2008 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.12.2008 | 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar