Hvar er fólkiđ?

Einu sinni ţekkti ég fullt af fólki á Íslandi. Í dag finnst mér ég vera hálfgerđur útlendingur í eigin föđurlandi. Fólkiđ sem ég einu sinni ţekkti einhvernveginn gufar upp ţegar mađur flytur burtu. Fyrstu árin hringir mađur oft "heim" og fćr fréttir af vinum og kunningjum. Fyrir mig ţýddi ţađ himinháa símareikninga enda margir sem ég gjarnan vildi halda sambandi viđ. Árin liđu og í dag eru mjög fáir sem ég hringi í og enn fćrri sem í mig hringja.  Ég er ekki hluti af veröldinni heima á Klakanum. Minn heimur er hér í Danmörku. En hér er ég og verđ alla tíđ útlendingur -hvort sem ađ mér líkar ţađ betur eđa verr. Ég get reyndar fariđ huldu höfđi og falliđ inn í fjöldann, ef ég ţegi. En upp um mig kemst er ég lćt út úr mér nokkur orđ. Ég hljóma öđruvísi , er međ hreim. Íslenskan hreim! Jú ţađ er alveg hćgt adđ skilja mig-en stundum er fjárans danskan bćđi erfiđ mér og innfćddum dönum. ţeir skilja stundum ekki hvorn annan. Sem mér finnst alveg stórmerkilegt. Ég hef semsé lent í hlutverki túlksins á milli innfćddra Dana. Annar kom frá Jótlandi og hinn var ţađ ,sem er jú ţađ allra flottasta, frá Kaupmannahöfn. Danskan er leiđinda tungumál, allavega finnst mér framburđurinn erfiđur. Ég tala lítalausa dönsku inn í kollinum á mér !  Er alveg eldklár og ćfi mig vel og vandlega í hljóđi. Ćtti eiginlega ađ halda mig viđ hljóđlausa dönskuSmile ţegar ég lćt orđin fara í gegnum raddböndin á mér verda ţau svo svakalega íslensk og upp um mig kemst. Já, ég er nefninlega útlendingur.  Um daginn var ég spurđ hvort ég kćmi frá Bornholm. Spurningin kom frá einum af mínum skjólstćđingum. Yndislegri konu sem er 101 árs.  Ég var einmitt nýkomin frá Bornholm og vissi upp á hár hvernig hreimurinn er á ţessari yndislegu eyju. Svolítiđ Íslendingalegur -harđur og hrár. ţar sem ég er gagntekin af Bornholm  -játađi ég ađ ég vćri frá Bornholm. Vonandi fyrirgefst mér ađ ég afneitađi uppruna mínum, vegna ţess ađ ég er eiginlega Bornholmari í hjarta mínu. Alveg yndisleg eyja -nćstum eins falleg og Ísland. Bara betra veđur á sólskinseyjunni.

 

p.s. Ef einhver af kunningjum mínum frá Íslandi sér bloggiđ, má sá sami alveg hafa samband -ef áhugi er fyrir hendi!

  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband