Jólin koma!

"Bráđum koma blessuđ jólin" ég er eiginlega ađ verđa léttgeggjuđ og er ég nú nógu geggjuđ fyrir. Sit í Danmörkunni í hitanum og sólinni og reyni ađ ímynda mér hvađ fólk í Danmörku og Íslandi vilji hafa í jólapökkunum nćstu jól. Sit međ sveittann skallann -segi nú svona og reyni ad sjóđa saman lista yfir vörur sem ég ćtla ,ađ gćtu verid innihaldiđ í nćstu jólapökkum. Dettur einna helst í hug klakar, ţví mér er svo ferlega heitt. Held ég sé ađ fá hitaslagBlush Get einhvernveginn ekki fengid mig til ađ hugsa um vörurnar sem ég flyt inn -kerti sem skipta litum og bangsa, sem eftir ferd inn i örbylgjuna  eru yndislega heitir  og róandi fyrir óţekka krakka og stressađa foreldra međ vöđvabólgu.  Kertin eru jú litaglöđ í skammdeginu og í kreppunni sem er skollin á er sennilega frábćrt ad geta kveikt á kerti sem upphefur rómantíkina - vermir hýbýlin og gleđur augađ. Svo er bara auka kostur -gerir ekki gat á pyngjuna.  Ég verđ ađ reyna ađ koma mér í jólastemmingu og set íslensk jólalög á en ekkert hjálpar ţađ.  Kínverjarnir bíđa í verksmiđjumum eftir pöntunum frá mér og er fariđ ađ klćja í puttana eftir verkefnum. Kínverjar sofa aldrei og svara alltaf  e-mailum á nóinu -á međan pöntunarferliđ er í gangi. Eftir ţađ er sett í hćga gírinn -enda koma jólin aftur og aftur -já á hverju ári. Óţarfi ađ ćsa sig yfir smámunum, eins og seinum sendingumAngry   Bréfaskiptin fara fram á skemmtilega bjagađri ensku (hjá mér líka) og svo er spennandi hver útkoman verđur. Heppin ađ oftast eru einhver númer tengd vörunni. En svo er alls ekki alltaf og ţađ er eins rússnesk rúlletta ađ opna pakkana frá ţeim fyrirtćkjum. Stundum spretta upp hlutir sem ekki voru í pöntuninni. Fjarlćgđin gerir erfitt ađ skila og sorry -sorry verđur ađ duga sem afsökun yfir mistökunum.  Kínverjar eru merkilegt fólk og gaman ađ versla viđ ţá. En mér finnst ţeir međ ţreytta sál og  Íslendingar komast ekki međ tćrnar ţar sem ţeir eru međ hćlana í vinnustunda fjölda á viku.  Úpps komin út fyrir efniđ- JŇLIN og pakkana! Kannski laumar einhver á smellinni hugmynd um innihald jólapakka á nćstu jólaum?

Hvađ er eiginlega ađ mér,!! Er hugsunin ordin steikt af hita! Bangsarnir eru líka frábćrir beint úr frysti -reyndar viđ verkjum- held ég skelli einum inn í frystirinn og noti hann til ađ kćla mig niđur Áđur en ég bráđna!!!

Gleđileg jól 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband