Hamagangur í kerlunum

Stórundarlegt hve margir reyna að opna hurðir flugvéla í flugi. Já ,vilja jafnvel ekki lifa lengur og allt útaf einum tvöföldum. Ekkert líf framundan -bara kasta sér út og njóta flugsins og útsýnisins á leiðinni niðurGrin    Einu sinni var mér sagt að ekki væri möguleiki að opna hurðir flugvéla í háloftunum vegna þrýstingsins. Einhver sem er mér fróðari um hurðir í flugvélum, endilega láttu í þér heyra. Ætla að tryggja öryggi mitt og hlamma mér við eina hurðina næst þegar ég flýg..fer allavega enginn út um hana!  
mbl.is Flugdólgar reyndu að opna dyr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Á ekki að vera hægt, skýringin á því hvers vegna er hér. Held að það hafi verið farið að ganga frá hurðum þannig eftir frægt flugrán þar sem ræninginn D. B. Cooper slapp á ævintýralegan hátt með því að hoppa út úr þotu í fallhlíf. Hann hoppaði raunar ekki út um hurð á hliðinni heldur útum stiga í stélinu (samskonar vél og fyrstu þotur Íslendinga en það var gengið um borð í þær upp um stiga sem kom niðurúr stélinu).

Einar Steinsson, 26.7.2008 kl. 18:06

2 identicon

Eðlisfræði 101: Loftþrýstingur innan vélar er verulega meiri en utan hennar í 32.800 fetum  (10 km...!). Dyrnar opnast inn. Þar af leiðandi þrýstast þær FAST að falsinum vegna þrýstingsmunarins. Jafnvel fíll gæti ekki opnað dyrnar!

D.B. Cooper flaug í Boeing 727 (ahh, Gullfaxi, Sólfaxi... ) þar sem stéldyrnar voru landgöngubrú - og opnuðust út. Slæm hönnun...!

Flott hjá þér að minnast á Cooper...!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 19:03

3 identicon

Það er að sönnu skiljanlegt að Cooper hafi ekki farið út um hurðina enda er það bæði sársaukafullt og erfitt.  Hann fór nefnilega út um dyrnar.  Hurðir eru afar sjaldan opnaðar en dyr bæði ótt og títt. 

Tobbi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 00:50

4 Smámynd: Einar Steinsson

Alveg rétt hjá þér Tobbi, það gengur yfirleitt miklu betur að opna hurðina áður en maður gengur út um dyrnar. Aulaleg málvilla hjá mér.

Einar Steinsson, 27.7.2008 kl. 09:23

5 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

takk fyrir fródleikinn -strákar!

Birna Guðmundsdóttir, 27.7.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband