Saga fyrir Sillu

Hér á bæ hefur heldur betur fjölgað. Unglingurinn á heimilinu er kominn með fjögur börn. Unglingurinn er hún Mjása mín og börnin hennar fjögur komu í heiminn 18. júní á sjálfan brúðkaupsdaginn minn. Mjása er bara níu mánaða kisa og hefur hún aldrei sýnt neinar afburðar gáfur, en ekki neina heimsku heldur. Hún hefur bara verið svona venjuleg kisa, stundum góð,stundum bitið og klórað. Án nokkurns tilefnis. Eina sem hefur sett hana á sérstakan stall í mínum huga, er eiginlega skítalyktin af kúknum úr henni.  Kattakúkur er nú ekkert vellyktandi,en hennar kúkur lyktar ekki -hann stínkar. Hef prófað allar gerðir af kattasandi síðustu átta mánuði, með mjög misjöfnum árangri. Haldið í vonina um að nú væri töfrasandurinn fundinn!  Keypt allar heimsins tegundir af kattamat og prófað ,í von um betri lykt. Var á tímabili að hugsa um að fara með köttinn í þarmaskolun til útlanda, hjá Jónínu Ben. Láta hana gerast grænmetisætu -fasta í fjóra daga, já bara eitthvað til að lyktin skánaði! En einhvernvegin var ég alltaf að fara að gera eitthvað-en gerði ekki neitt. Kúgaðist yfir kattasandinum á hverjum degi og bölvaði í hljóði. Hugsaði gott til glóðarinnar þegar sú stutta gat farið að vera úti og gert þarfir sínar þar. Ó ,nei ekki hún Mjása! Hún kom inn til að kúka í sinn kattasand,mér til mikillar skelfingar!! Leitin að sandinum góða ,hélt áfram,þar til fyrir tveim vikum síðan. Ég var í Køben og fór í mitt gamla verslunarcenter.  Dýrabúðin var auðvitað á sínum stað.  Ég gaf mig á tal við unga konu sem var við afgreiðslu og hálf hvíslaði að henni vandamálinu með hana Mjásu mína. Ég tek fram að ég hef verið umkringd köttum allt mitt líf- eða svona næstum því. Fannst hálf hallærislegt að koma inn í búð og kvarta yfir kattaskít. Stúlkan gæti haldið ad ég væri að sniffa af skítnum- hvað veit ég?  Stúlkan leit á mig og spurði hve gamall umræddur köttur væri. Níu mánaða, svaraði ég. Já, hann er náttúrulega á dósafæði frá Nettó! ,sagði hún og horfði á mig með köldu augnaráði. Ég fann að ég svitnaði - vissi upp á mig skömmina !  Ekki alveg, svaraði ég. Kaupi kattamatinn víða -en samt mest í Brugsen, vonaði að daman mundi blíðkast við það svar. Hún horfði á mig samúðarlausu augnaráði og sagði: ,Kötturinn fær bara billegt ruslfæði hjá þér. Ekkert skrýtið að kattaskíturinn lykti illa. Engin næring í billegum dósamat! Rennur bara í gegn um þarmana og afleiðingin er horaður köttur með ljótan feld og sísvangur í þokkabót.  Ég var komin í hlutverk hins seka.  Öll skítalyktin var semsé mér að kenna.

Hvað er til ráða? spurði ég. Nú kaupa almennilegt fóður handa kettinum ,var svarið. Ég var leidd í allan sannleikann um kisumat. Innihald og verð fóru oftast saman og var verðið á bilinu 130 -350 danskar krónur fyrir tvö kílóin. Ég tók bakföll yfir verðinu. Keypti svo ódýrasta pokann sem tilraun númer eitt. Kattasandurinn sem var í 20 kílóa sekkjum ,var heldur ekki gefins.   En út fór ég,  með nýtt kattafóður og kattasand handa Mjásu og létta pyngju.  Svei, mér þá, ef ekki er orðin breyting á skítalyktinni á heimilinu hjá henni Mjásu. Mér til mikillar gleðiHappy  Ekki er samt alveg lyktaslaust það sem aftur úr henni kemur. En hverjum er ekki sama um smá lykt! Næst kaupi ég kannski enn dýrari kattamat og losna alveg við lyktina.  Mjása mín er semsé hefðar köttur, sem getur ekki étið dósamat úr Nettó eða öðrum billegum búllum.  Kettlingarnir hafa aldrei fengið annað en hefðarkattarmat úr búðinni dýru og munu ekki fá annað meðan þeir eru í minni umsjá. Enda kátir og glaðir og duglegir að stækka.

Skil samt ekki eitt: Ef köttur étur billegan dósamat og er á óhollu rusl fæði - horast hann. Ef ég ét óhollustu -þá fitna ég.  Kannski ég prófi kisudós í Nettó, næst þegar ég fer í megrun!                                               

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ruslfæðið fitar okkur mannfólkið en dýrin þrífast ekki á því, uss, uss, uss...

Það er best að gefa dýrum þurrmat, bara blautmat við sérstök tækifæri, t.d. afmælum, páskum og jólum. Og svo ættir þú að verðlauna Mjásu þegar skíturinn er orðinn algjörlega lyktarlaus með kattanamminu frá Halldóri frænda.

Veit ekki hvort þú hefur lesið bloggið mitt nýlega, en ef svo er veistu að það hefur bæst í dýrahópinn hér á heimilinu. Oliver bara sætur en pissar enn og kúkar innandyra þegar enginn sér til. Hann er nefnilega nokkuð með það á hreinu að það eigi ekki að sjást til hans þegar hann gerir þarfir sínar, gerir ekkert þegar við sitjum með honum úti í garði og bíðum eftir því að hann geri þarfir sínar og laumast svo inn og gerir sínar þarfir, þegar enginn sér til og enginn til að skamma hann.

Rakel Silja segir að Amma Silla sé dýraformann. She

Sillan (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband