Hjálpum fólkinu, að hjálpa sér !

Hvernig væri að hraða gangi mála - leyfa fólkinu að vinna á bráðabyrgðaleyfum uns mál þeirra eru komin á hreint. Enginn er sæll af að slæpast lengi án vinnu og möguleikanum að sjá fyrir sér. Varla eru allt ótýndir glæpamenn sem vilja koma til Íslands? En eitt skil ég ekki -hvers vegna er skítugt hjá blessuðu fólkinu- ætti að vera nógur tími til að halda húsinu hreinu - varla ætlast flóttafólkið til að fá heimilisaðstoð til að gera hreint  hjá sér ,einu sinni í viku.    
mbl.is Hælisleitandi kostar 6500 á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Mig undrar hve langan tíma mál geta tekið. Að fólk skuli þurfa að bíða í allt að þrjú ár er alger persónuvanvirðing. Svo löng bið, því þetta er bið, er eyðilegging á lífi viðkomandi manneskju. Við sjáum hér í DK hræðilegar tölur um hve lengi fólk hefur verið látið bíða. Hér er talað um 7 ár!  Fólk sem kemur sem flóttafólk til eh lands er ekki að flýja velsæld og hamingju. Þetta fólk er flest með hræðilegar upplifanir í farteskinu og svona bið eftir að mega halda áfram með líf sitt ætti ekki að vera til.

Sammála þér um að fólkið ætti að sýna sóma sinn í að halda hreinu í kringum sig. Slæm umgengni er í mínum huga lítlsviðring við það sem þó er gert fyrir fólkið.

Varðandi vinnu þá mætti alveg koma til að þetta fólk sinnti t.d.samfélgasþjónustu í einhverju magni.

Vil bara að Íslandingar standi sig betur manneskjulega séð, í þessum málum heldur en Danir, sem hafa að mínu mati misst allt niður um sig í þessum málaflokk.

Kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 18.9.2008 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband