Hvað er ég ?

Ég er að velta því fyrir mér hvort ég sé svo vitlaus, að fatta ekki að ég sé hinn argasti rasisti. Aumingja ég ! Best að fara í smá nafla skoðun!

Ég hef ekkert á móti fólki með annan húðlit en ég - hef opnað heimili mitt fyrir einstaklingi frá Afríku.

Fannst fróðlegt að upplifa viðbrögð fólks í kringum mig.Sumir hættu alveg að koma í heimsókn til mín meðan Afríkubúinn var hjá mér . Vegna "svertingjafýlu"  Mér fannst að svoleydis fólk ætti að halda sig heima hjá sér um ókomna tíð.Eitt verð ég þó að segja, Íslendingum til hróss .Ég upplifði aldrei neinn dónaskap þegar við vorum að erindast úti í bæ.  Engin særandi orð féllu -né neinir niggarabrandarar.  Kannski hefur Ísland breyst mikið enda komin um 14 ár síðan.

Ég hef aldrei látið trú manna hafa áhrif á skoðanir mínar á þeim ,sem manneskjum. Hef haftsamtímis undir mínu þaki babtista- mormóna og mig sem trúi á allt sem gott er ,svona hentistefnu trúar. Ef mér finnst fólk ofsafengið í trú sinni -nenni ég einfaldlega ekki að þekkja það. Einungis vegna þess að mér leiðist allt tal um trúmál.  Fólk má trúa á hvað sem það vill fyrir mér  - í friði fyrir mér - ef það fær það til að verða betri manneskjur. 

Ég hef leigt köllum frá Póllandi húsið mitt - þrátt fyrir hávær aðvörunarorð samferðamanna minna. Pólverjar eru ribbaldar og þeir eiga eftir að skila húsinu í rúst!  Mínir Pólverjar voru yndislegir menn sem komu til DK til að vinna sér fyrir aurum á stuttum tíma. Skiluðu húsinu eins hreinu og fínu og hægt er að ætlast til af karlmönnum:) Sönnuðu að ekki eru allir Pólverjar ribbaldar.

Sómalir eru margir hverjir duglegir í dópsölu hér í DK- Hovedbanen er fullur af sölumönnum dauðans, stétt sem ég þoli ekki og hef lítið umburðarlyndi gagnvart. Svo vann ég í 1/2  ár saman með múslima konu frá Sómalíu -við vorum bara tvær á deildinni.  þvílík öðlingskona sem hún reyndist vera -bæði mér og  sjúklingunum. Fordómar mínir gagnvart Sómölum varð ég að endurskoða eftir kynni mín við vinnufélagann.  Til eru perlur meðal svína -ekki er hægt að dæma eftir útliti, trú og þjóðerni.

 En eftir hegðun og framkomu er vissulega hægt ad dæma fólk. Líka Íslendinga. Ég er ekki saklaus af því og aðrir dæma mig einnig eftir minni hegðun, jafnvel skrifum mínum!

Vissir trúarhópar hafa á þessari öld, látið ófriðlega og framið glæpi í nafni  trúar og réttlætis. Ég fordæmi þeirra hegðun og finn hvernig umburðarlyndi mitt gagnvart þeim er komið í algjört lágmark. 

Glæpamenn sem eru á flótta undan réttvísinni vil ég hvorki sjá á Íslandi né hér í DK. Við eigum  nóg með okka eigin glæpamenn,  látum vera að flytja inn glæpamenn og auka vandann heima fyrir. Hættum að vera svona viðkvæm og aumingjagóð.  þorum að segja okkar skoðun án þess að allt sem maður segir, sé túlkað sem útlendingahatur. Ég er sjálf útlendirngur í DK og upplifi inn á milli virkilega óvild í okkar garð- sérstaklega á meðan uppgangstímarnir voru á Íslandi. Magasín var erfiður biti fyrir Danina að kyngja- þeim fannst við vera að kaupa dönsku þjóðarsálina á silfurfati. Stundum fannst mér Danir vera uppfullir af öfund og nú hlakkar í þeim sömu vegna fjármálaerfiðleikanna heima á Klakanum. En ekki eru allir eins ,hér er líka fullt af fólki sem er virkilega spennt fyrir Íslandi og þeirri þjóð sem þar býr og óskar okkur velgengni.

Einmitt, er ekki velgengni það sem við óskum að öll mannanna börn búi við. Eigi ofan í sig og á. þurfi ekki að vera á flótta frá sínum heimkynnum vegna skoðanna sinna. Hafi fullt tjáningarfrelsi og stundi vinnu sér til framfæris. Heima á Íslandi erum við í fullum rétti til að gaspra um okkar skoðanir á mönnum og málefnum- tjá okkur um allt og ekkert.  Virðum hvort annað -skoðanir og meiningar.

Föllum ekki í þá gryfju að dæma fólk sem ekki eru okkar skoðanabræður og systur. Fögnum frekar allri umræðu og þeir sem eru svo gáfaðir að vera alltaf og æfinlega boðberar réttrar stefnu í öllum málum -njótið heil og lifið í lukkuWoundering  

Eftir stend ég enn með spurniguna:er ég rasisti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að þú sért klárlega ekki rasisti.

En fordóma höfum við öll, mismikla að vísu en það er ekki hægt að ætlast til að við vitum og skiljum allt.

En maður má minna sig á að allar þjóðir, þjóðarbrot, húðlitur og önnur sérkenni eru bara það.  Segir ekkert til um gildi hverrar einstakrar manneskju.

Svo er menningin misjöfn og stundum er erfitt að sameina ólíka siði og venjur en það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Mér finnst þetta fínar pælingar hjá þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband