mamma bolabítur!

Eins gott að svona lög eru ekki á Íslandi. Margir foreldrar væru þá í fangelsi og sennilega fleiri á leiðinni.. Veit um þó nokkra foreldra sem hafa "bitið" börnin sín til að  fá þau til að leggja niður þennan hvumleiða sið sem sum börn taka upp á vissum aldri. Ég get næstum svarið fyrir ,að ekkert af því fólki sem ég þekki og hafa "bitið" börnin eru að mínu mati vondir foreldrar. Jafnvel þó þeir hafi bitið börnin sín. Eigum við ekki að segja frekar "látið tennurnar tala" ég vil ekki nota orðið bíta. Enginn var bitinn til blóðs. Allir segja ad þessi aðferð hafi virkað vel og börnin lagt þennan leiða ósið niður fyrir fullt og allt.  Ég hef verið svo heppin að eiga ekki börn, sem bitu önnur börn í tíma og ótíma -hef þess vegna aldrei látið mig dreyma um að bíta börn mín.  

Kannski beit konan í Bretlandi fingur af barninu- kannski stykki úr handleggnum? Hver veit!

Finnst nú full langt gengið ad sitja inni í fimm mánuði fyrir svona verknað, sennilega skaðar það börnin meira en bitið  


mbl.is Móðir dæmd fyrir að bíta son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að vita núna hver þú ert ég held að þú hafir yngst með aldrinum, en ekki elst.  Kær kveðja í Danaveldi.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Takk ,Ásdís,

Ég get sagt það sama um þig - ung og sæt og hreint ágæt- kær kveðja frá okkur í DK -  Í dag höldum við upp á afmæli yngsta sonar míns  hann er 6 ára í dag og finnst æðisleg að hafa ömmu og afa í heimsókn á svona merkilegum degi.

Birna Guðmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sæl rakst á síduna frá mínumm bloggvinasídu.

Sé ad tú ert tengd á einhvern hátt tølløse og ert med tessi yndislega fallgu ljós.Langadi bara ad forvitnast ad íslenskum sid bý nefnilega í nágrenninu .

Kvedja frá Jyderup.

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 26.9.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband