Letilöppin ,hún ég!

Hef verið ferlega löt að blogga! Já, er að farast úr pennaleti! Hef samt frá ýmsu að segja. Skemmtilegir dagar framundan og auðvitað páskaeggjaát framundan hjá mér og 3 af mínum börnum. Er í fríi fram yfir páska og ætla svo sannarlega ad njóta þess. Svo má ekki gleyma að ég verð að fara að mynda mér pólitíska skoðun,  kosningar á næsta leit.Ég er utankjörstaða atkvæði og verð því að kjósa á undan öllum hinum:)  Er ekki búin að ákveða hvað ég kýs- nema "maddama Framsókn" er ekki inn í myndinni. Verst að ég er hvorki blá né rauð - frjáls né vinstri græn! Sennilega er ég bara skemmtileg og væn:) legg nú hausinn í bleyti af fullri alvöru næstu vikuna  og í versta falli skila ég auðu!

Alltaf jafn gaman í vinnunni á Sólvangi. Verst að ég er að hætta þar alltof fljótt,enda bara ráðin í tvo mánuði í afleysingu. Nú er stefnan tekin inn á Landakot og flutningar standa fyrir dyrum í maí /júní . Fæ íbúð í RVK. í eitt ár til að byrja með- hvað svo verður leiðir tíminn í ljós.

       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Það er nú aðalatriðið að kjósa rétt Birna. Er reyndar nokkuð viss um að þú gerir það. En gangi þér vel.

Gylfi Björgvinsson, 15.4.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Takk Gylfi , fyrir innlitið og álitið á mér:)  Maður reynir ad kjósa rétt - gangi þér líka vel ad velja réttan bókstaf á kosningadaginn:) 

Birna Guðmundsdóttir, 16.4.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband