Hef verið ferlega löt að blogga! Já, er að farast úr pennaleti! Hef samt frá ýmsu að segja. Skemmtilegir dagar framundan og auðvitað páskaeggjaát framundan hjá mér og 3 af mínum börnum. Er í fríi fram yfir páska og ætla svo sannarlega ad njóta þess. Svo má ekki gleyma að ég verð að fara að mynda mér pólitíska skoðun, kosningar á næsta leit.Ég er utankjörstaða atkvæði og verð því að kjósa á undan öllum hinum:) Er ekki búin að ákveða hvað ég kýs- nema "maddama Framsókn" er ekki inn í myndinni. Verst að ég er hvorki blá né rauð - frjáls né vinstri græn! Sennilega er ég bara skemmtileg og væn:) legg nú hausinn í bleyti af fullri alvöru næstu vikuna og í versta falli skila ég auðu!
Alltaf jafn gaman í vinnunni á Sólvangi. Verst að ég er að hætta þar alltof fljótt,enda bara ráðin í tvo mánuði í afleysingu. Nú er stefnan tekin inn á Landakot og flutningar standa fyrir dyrum í maí /júní . Fæ íbúð í RVK. í eitt ár til að byrja með- hvað svo verður leiðir tíminn í ljós.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú aðalatriðið að kjósa rétt Birna. Er reyndar nokkuð viss um að þú gerir það. En gangi þér vel.
Gylfi Björgvinsson, 15.4.2009 kl. 21:41
Takk Gylfi , fyrir innlitið og álitið á mér:) Maður reynir ad kjósa rétt - gangi þér líka vel ad velja réttan bókstaf á kosningadaginn:)
Birna Guðmundsdóttir, 16.4.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.