
![]() |
Öllu verðmætu stolið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 16.8.2008 | 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
![]() |
Jafntefli gegn Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 16.8.2008 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)


![]() |
Hanna Birna borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.8.2008 | 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
Hanna Birna og Óskar á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.8.2008 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég ætlaði svo sannarlega að vera dugleg í dag en ég er í fimm daga fríi. Byrjaði í gær og allur gærdagurinn fór í tölvustúss. Senda verðlista út um hvippin og hvappinn. Senda brúðarkort í Tékkkristall. Panta poka fyrir kertin frá Kína - reikna út verð á stóra jólakertinu og svona mætti lengi telja . Lagðist svo í sófann og ætlaði að reikna út gróðann En viti menn, engar tölur komu á reiknivélina - sú gamla datt útaf og vaknaði af værum blundi tveimur tímum seinna! Næstum úthvíld .
Tók morguninn snemma og fór til Køben - verslaði smá föt á snáðann minn- hann er allt í einu orðinn svoddan lengja, að öll föt eru orðin of lítil. Hann var ánægðastur með speeder mann búning sem ég lét fljóta með niður í innkaupakörfuna. Hann er alveg ferlega búningasjúkur og skiptir um hlutverk mörgum sinnum á dag! Kannski bara efni í leikara. Fötin sem ég keypti ,fengu náð fyrir hans augum og það verður kátur kall sem mætir í nýjum fötum í skólann á morgun. Ég var á leiðinni út úr centrinu þegar ég mundi allt í einu eftir að mig vantaði fagurrauðan borða á kerti sem ég er að skreyta- ég inn í einu vefnaðarverslunina á staðnum og þar datt ég inn í algjört borða safn. Sá svona útundan mér að inn kom kona og viti menn röddina þekkti ég svo sannarlega - gamall vinnufélagi á ferðinni ! Jórunn, sem er ættuð frá Færeyjum , er alveg einstaklega skemmtileg og hress kona ,eins og reyndar allir Færeyingar sem ég hef hitt! Sennilega er ekki til leiðinlegt fólk í Færeyjum- nú mundi Elín vinkona mín í Færeyjum skellihlægja ef hún læsi skrif mín. Já, Biddna, við erum sko skemmtilegt fólk, Færeyingar
Við Jórunn kættumast mjög að hittast og eftir að hafa heilsast hrópar hún upp,-ekkert smá hátt "ég skulda þér 140 kr.- fer í hraðbanka og næ í pening"! Með það sama var hún horfin! Eftir dágóðann tíma kom hún aftur og við settumst inn á kaffihús og fengum okkur brunch sem var alveg lygilega góður ! Ræddum um vinnufélaga og hvað á daga okkar hafði drifið síðan við vorum að vinna saman. Jórunn er á sömu skoðun og ég, danir eru vælukjóar og vorkenna sér alveg svakalega að þurfa að vinna. Dreymir frá tvítugu að komast á eftirlaun!! Eru allir að fara yfirum af stressi og eru að deyja úr nísku(ekki aðhaldssemi). Tíma ekki að éta nema billegan mat. Drekka billegt vín - kaupa allt sem billegt er, til að sparnaðarsálin fái að blómstra! Röfla yfir öllu og ef ekki er hægt að röfla yfir einhverju sem er að . Eru þeir snillingar í að finna sér eitthvað nýtt til að röfla yfir. Rétt sem Jórunn sagði "Brokk, er danskur kúltúr" Æ, hvað það var yndislegt að hitta svona skemmtilega konu. Smá skrýtið ,ég fékk mail frá tveimum konum sem ég hef unnið með inn í Køben, í gær. Önnur var hætt að sofa vegna skuldar sem er á milli okkar, hin var að panta vörur af netversluninni hjá mér og var að þakka fyrir þær- hún er búin að hrósa "heitu" hundunum mínum svo mikið ad öll familían hennar á orðið svona hunda- sannast enn og aftur ,ánægðir kúnnar eru besta auglýsingin! Fékk svo bréf frá einni samstarfskonu í morgun -en er ekki búin að lesa það almennilega, veit samt að hún er að bjóða mér á fund hjá sér. Hún veit að ég hef áhuga á andlegum málum .
Kettingarnir stækka og verða bara skemmtilegri- yndislegt að sjá þá, þegar maður kemur heim. Bráðlega verða þeir svo stórir að ég verð ad leita að fjölskyldum handa þeim . Hér eru kisur seldar til nýrra eiganda, já, bæði ættstórar og ættlausar kisur. Mínar ættarlausu kisur kosta 150 kr stykkið og er það í rauninni bara kostnaður sem maður leggur út fyrir hjá dýralækni.
Á morgun á Vignir bróðir afmæli húrra húrra húrra!! TIL HAMINGJU MEð AFMÆLID, BESTI BRÓDIR Í HEIMI
Dægurmál | 14.8.2008 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vil segja ykkur litla sögu af manni sem ég kynntist,útigangsmanni. Hann kom ungur til DK frá Finnlandi. Óharðnaður unglingur sem gerði Bakkus að sínum konungi. þegnarnir í ríkinu voru eins og hann. Ungir, menn og konur sem eyddu deginum í vímu, drykkju og spjall. Gatan var heimilið og dagurinn var undir gæsku náungans, kominn. Sumir voru örátir og létu aura falla við hlid unga mannsins .Aðrir hreyttu í hann ónotum,sem hann skildi ekki í fyrstu ,en var næstum viss um að fólk var ekki að biðja fallegar bænir, honum til handa. Peningarnir sem góðhjartaðir borgarar létu af hendi, voru notaðir á kránni , maturinn fundinn í ruslafötum borgarinnar. Svefnstaðurinn var andyri verslanna og rúmið ,pappakassi . Upp á morgnanna og finna stað til að betla fyrir veigum dagsins var eina takmarkið hjá manninum unga. Félagarnir hjálpuðu hvor öðrum ef eittvað bjátaði á. Með árunum hurfu félagar yfir móðuna miklu og nýjir komu í hópinn. Ungi maðurinn lifði í sínum heimi í áraraðir- lærði dönskuna illa og var eiginlega mállaus, fyrir utan veröld útigangsmannsins. Féll aldrei inn í munstrið sem flest okkar falla inn í. En hann segist hafa verið hamingjusamur. Lífið var einfalt og gerði ekki stórar kröfur til hans.Árin liðu við mismunandi aðbúnað, drykkju og slark. Stundum fór hann svangur að sofa og átti ekki afréttara til taks daginn eftir. það voru slæmir dagar. Svo fór að lokum að kroppurinn sagði stopp, hann veiktist og var lagður inn á spítala. Fljótlega var hann svo hress að hann gat ekki verið á spítalanum lengur. Ekki var hægt að útskrifa manninn út á götuna. Hann varð partur af kerfinu og komst á spena hjá Ríkinu. Fékk fastar mánaðar tekjur og húsnæði á nýju "heimili" í miðborginni. Allt virtist á réttri leið- héldu þeir sem voru að hjálpa.
En maðurinn ,sem nú hafði pening í vösunum og mat og húsnæði, fannst hann hafa týnt "hamingjunni" og frelsinu sem hann hafði verið vanur allt sitt líf. Rúmið, sem hann átti nú tilbúið inn í íbúðinni ,var aldrei notað. Hann dró heim einn daginn ,stórann pappakassa og stillti houm við hliðina á rúminu. þá loks gat hann loksins sofið rótt. Hann hafði ekki sofið vært á sjúkrahúsinu í rúminu þar. Sængurfötin voru of heit og hrein. Að hans mati. Maturinn á heimilinu var of heitur, bragðið framandi og hann var klaufi í að nota hnífapörin. Eina sem hann var glaður yfir, var að hann fékk alltaf öl með matnum. Ölið bragðaðist guðdómlega og bros færðist yfir andlit gamla mannsins(hann var rúmlega 55 ára!) Aldrei kveikti hann ljós inni hjá sér og ískápurinn, sem ekki var í sambandi, fylltist af matarleyfum frá íbúum borgarinnar. Flugur fylltu herbergið og lifðu góðu lífi á leyfum sem maðurinn bar heim í pokum.
Herbergið fylltist af pokum með allavega matarleyfum- sumt var borðað í hátídarbryggða,restin geymd til hörðu mánaðanna. Lyktin var ólýsanlega vond -en maðurinn kvartaði ekki . þetta var hans heimili. Fötin fann hann í sorpi annara og notaði upp til agna. þvottavél átti hann enga.Enda engin not fyrir hana. Hvort nærbuxur og sokkar voru ný eða ekki -skipti hann engu máli. Hann var ekki vanur neinum lúxus, var enginn lúxus róni með kröfur. Maðurinn bjó sér til eigin aðstæður inn í íbúðinni. Hans heimili hafði verið gatan og nú flutti gatan inn til hans. Ekkert rafmagn -enginn ískapur notaður - maturinn var úr sorptunnunnum- rúmið pappakassi.
Ég sá hann stundum úti á götum borgarinnar og kastaði á hann kveðju og brosi- spurði hvernig gengi. Hann var í fyrstu undrandi yfir að ég vildi kannast við hann fyrir utan "heimilið" Hann var allur annar á götunni - brosandi og hamingjusamur. Hamingjan er einkennilegt fyrirbæri. Sannast enn og aftur "Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir" Stundum finnst mér við mannanna börn gleyma að virða heim hinna "hjálparþurfi" og gera þeim upp okkar eigin þarfir. Mínar þarfir eru kannski ekki þeirra þarfir.
Lífstíll | 13.8.2008 | 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

![]() |
Gullfoss seldur í flöskum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 7.8.2008 | 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

![]() |
Flækingsdýrum útrýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 7.8.2008 | 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleymdist að telja læknana með ?Manni skilst á mörgu fólki að sumir læknar séu hálfgerð "meindýr" eru bæði dýrir heim að sækja og valda skaða. Ekkert skárra hér í DK- Hér var maður með brjósklos ,sem var að valda lömun í fæti , beðinn um að fara ekki í uppskurð á "Ríkinu" að nóttu til . Læknirinn sem er læknir á Ríkinu sagði blákalt að það væri stórhættulegt að vera skorinn upp á nóttunni á sjúkrahúsinu, vegna læknamistaka. Ef ég hefði ekki heyrt þetta með eigin eyrum - mundi ég ekki trúa þessu! Sem betur fer gera læknar líka góða hluti - ekki má gleyma því:)
![]() |
Meindýr á enskum sjúkrahúsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 6.8.2008 | 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
![]() |
Flensan var botnlangakast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 6.8.2008 | 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar