Færsluflokkur: Dægurmál
Öllu verðmætu stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 16.8.2008 | 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jafntefli gegn Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 16.8.2008 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hanna Birna borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.8.2008 | 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hanna Birna og Óskar á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.8.2008 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég ætlaði svo sannarlega að vera dugleg í dag en ég er í fimm daga fríi. Byrjaði í gær og allur gærdagurinn fór í tölvustúss. Senda verðlista út um hvippin og hvappinn. Senda brúðarkort í Tékkkristall. Panta poka fyrir kertin frá Kína - reikna út verð á stóra jólakertinu og svona mætti lengi telja . Lagðist svo í sófann og ætlaði að reikna út gróðann En viti menn, engar tölur komu á reiknivélina - sú gamla datt útaf og vaknaði af værum blundi tveimur tímum seinna! Næstum úthvíld .
Tók morguninn snemma og fór til Køben - verslaði smá föt á snáðann minn- hann er allt í einu orðinn svoddan lengja, að öll föt eru orðin of lítil. Hann var ánægðastur með speeder mann búning sem ég lét fljóta með niður í innkaupakörfuna. Hann er alveg ferlega búningasjúkur og skiptir um hlutverk mörgum sinnum á dag! Kannski bara efni í leikara. Fötin sem ég keypti ,fengu náð fyrir hans augum og það verður kátur kall sem mætir í nýjum fötum í skólann á morgun. Ég var á leiðinni út úr centrinu þegar ég mundi allt í einu eftir að mig vantaði fagurrauðan borða á kerti sem ég er að skreyta- ég inn í einu vefnaðarverslunina á staðnum og þar datt ég inn í algjört borða safn. Sá svona útundan mér að inn kom kona og viti menn röddina þekkti ég svo sannarlega - gamall vinnufélagi á ferðinni ! Jórunn, sem er ættuð frá Færeyjum , er alveg einstaklega skemmtileg og hress kona ,eins og reyndar allir Færeyingar sem ég hef hitt! Sennilega er ekki til leiðinlegt fólk í Færeyjum- nú mundi Elín vinkona mín í Færeyjum skellihlægja ef hún læsi skrif mín. Já, Biddna, við erum sko skemmtilegt fólk, Færeyingar
Við Jórunn kættumast mjög að hittast og eftir að hafa heilsast hrópar hún upp,-ekkert smá hátt "ég skulda þér 140 kr.- fer í hraðbanka og næ í pening"! Með það sama var hún horfin! Eftir dágóðann tíma kom hún aftur og við settumst inn á kaffihús og fengum okkur brunch sem var alveg lygilega góður ! Ræddum um vinnufélaga og hvað á daga okkar hafði drifið síðan við vorum að vinna saman. Jórunn er á sömu skoðun og ég, danir eru vælukjóar og vorkenna sér alveg svakalega að þurfa að vinna. Dreymir frá tvítugu að komast á eftirlaun!! Eru allir að fara yfirum af stressi og eru að deyja úr nísku(ekki aðhaldssemi). Tíma ekki að éta nema billegan mat. Drekka billegt vín - kaupa allt sem billegt er, til að sparnaðarsálin fái að blómstra! Röfla yfir öllu og ef ekki er hægt að röfla yfir einhverju sem er að . Eru þeir snillingar í að finna sér eitthvað nýtt til að röfla yfir. Rétt sem Jórunn sagði "Brokk, er danskur kúltúr" Æ, hvað það var yndislegt að hitta svona skemmtilega konu. Smá skrýtið ,ég fékk mail frá tveimum konum sem ég hef unnið með inn í Køben, í gær. Önnur var hætt að sofa vegna skuldar sem er á milli okkar, hin var að panta vörur af netversluninni hjá mér og var að þakka fyrir þær- hún er búin að hrósa "heitu" hundunum mínum svo mikið ad öll familían hennar á orðið svona hunda- sannast enn og aftur ,ánægðir kúnnar eru besta auglýsingin! Fékk svo bréf frá einni samstarfskonu í morgun -en er ekki búin að lesa það almennilega, veit samt að hún er að bjóða mér á fund hjá sér. Hún veit að ég hef áhuga á andlegum málum .
Kettingarnir stækka og verða bara skemmtilegri- yndislegt að sjá þá, þegar maður kemur heim. Bráðlega verða þeir svo stórir að ég verð ad leita að fjölskyldum handa þeim . Hér eru kisur seldar til nýrra eiganda, já, bæði ættstórar og ættlausar kisur. Mínar ættarlausu kisur kosta 150 kr stykkið og er það í rauninni bara kostnaður sem maður leggur út fyrir hjá dýralækni.
Á morgun á Vignir bróðir afmæli húrra húrra húrra!! TIL HAMINGJU MEð AFMÆLID, BESTI BRÓDIR Í HEIMI
Dægurmál | 14.8.2008 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gullfoss seldur í flöskum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 7.8.2008 | 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Flækingsdýrum útrýmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 7.8.2008 | 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleymdist að telja læknana með ?Manni skilst á mörgu fólki að sumir læknar séu hálfgerð "meindýr" eru bæði dýrir heim að sækja og valda skaða. Ekkert skárra hér í DK- Hér var maður með brjósklos ,sem var að valda lömun í fæti , beðinn um að fara ekki í uppskurð á "Ríkinu" að nóttu til . Læknirinn sem er læknir á Ríkinu sagði blákalt að það væri stórhættulegt að vera skorinn upp á nóttunni á sjúkrahúsinu, vegna læknamistaka. Ef ég hefði ekki heyrt þetta með eigin eyrum - mundi ég ekki trúa þessu! Sem betur fer gera læknar líka góða hluti - ekki má gleyma því:)
Meindýr á enskum sjúkrahúsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 6.8.2008 | 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Flensan var botnlangakast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 6.8.2008 | 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er sjúklega hrædd við geitunga! En bara í ágúst. Ég las nefninlega einhversstaðar að geitungar væru árásargjarnir og alveg æstir í að stinga fólk í ágúst Auðvitað er ég hrædd við geitunga allt árið- ekki spurning. Meira að segja meðan þeir eru sofandi í vetrardvala. þeir gætu rumskað af værum blundi ,geðvondir og ringlaðir í hausnum ! Brjálaðir í að stinga einhvern og auðvitað væri þessi einhver , ÉG Ég byrja að fylgjast náið með dagatalinu og geitungunum síðustu dagana í júlí. Treysti ekki alveg á að geitungarnir kunni á dagatal og bíði til 1. ágúst með að stinga mig! Mér finnst ég sjá breytingar á geitungunum strax um miðnætti þann 31. Júlí þeir renna sér að mér eins og orustuvélar -með broddinn tilbúinn, geta varla beðið eftir 1. ágúst!. Ég legg alltaf á flótta. En engin miskunn er í gangi hjá þeim. þeir elta mig samviskusamlega ,alveg sama hvert ég fer. Ég hef á flótta mínum undan geitungunum, hellt yfir mig sjóðandi heitu kaffi, ísköldum bjór, pizzu og óteljandi öðrum matvælategundum. Ég hef dottið á hausinn þrisvar sinnum á flóttanum, klemmt mig á hurð og ráðist á hurð! En aldrei verið stungin af geitungi ! Nú er kominn ágúst mánuður enn einu sinni. Geitungarnir sem varla hafa sést hér í sumar, flögra nú í bunkum fyrir utan gluggana hjá mér. Sennilega eru þeir allir að bíða eftir að komast inn og kíkja á dagatalið hjá mér !
Nú ætla ég, að leika laglega á þá- hef júlímánuð á öllum dagatölum í húsinu!. l
Dægurmál | 6.8.2008 | 06:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar