Danir spara allt.

Danir spara í mat - vann með einni sem fékk áfall þegar maðurinn hennar keypti jólasteikina hjá slagtaranum en ekki í Nettó.  Hún ákvað fyrirfram að steikin væri óæt - hún gæti einfaldlega ekki rennt niður svona dýrri steik á jólunum og notið hennar. Steikin dýra var virkilega vond og ekkert skildi hún í manninum og börnunum sem kjömmsuðu á steikinni og lyngdu aftur augunum og nutu hennar. Hún ætlar sko sjálf að versla inn kjötið í Nettó fyrir næstu jól! Verðmunur á bitanum dýra og ódýra var um 1000 íslenskar krónur og heildarverd steikurinnar var rúm 3000 ísl.krónur. Kannski var steikin dýra ljúf á bragðið -en konan svo föst í ódýra munstrinu og sparnaðinum að hún fékk óbragð í munninn vegna verðsins.  

Sparnaður er jú hin besta dyggð- en danir ganga stundum full langt í að spara. Sitja t.d. margir í óupphituðum húsum með kveikt á einu kerti og svo auðvitað sjónvarpinu. Finnst það vera alveg nóg lýsing og upphitun. Hræðilegt hve margir eldri danir eru í illa upphituðum húsum og skammta sjálfum sér lítinn mat. þad er ekki alsstaðar hygge og jólahlaðborð í DK. En það er einmitt sú mynd sem við höfum af frændum vorum dönum.  

 


mbl.is Danir spara við sig í mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég held ad thad sé sérstaklega gamalt fólk sem kyndir ekki og thorir ekki ad geyma peningana sína í bankanum heldur. En yngra fólk veit ad thad getur skemmt húsid vid ad kynda of lítid og ad thad sparar oft vid ad kaupa dýrar, t.d. ad kaupa gædi fram yfir billigt bras.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.9.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Gulli litli

Veistu að þetta þekkist líka á Íslandi. Ég kom einu sinn í heimsókn á bæ í Skagafirði þar sem heimilisfólkið sat í útigöllum og Álafossúlpum við að horfa sjónvarpið og út af hverju? Jú olían var svo dýr og þetta var fyrir 80 og þá kostaði olían bara baunir..

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband