Fćrsluflokkur: Dćgurmál
Ég er á leiđinni til íslands sem barnapía í október. Já, ég er ekkert smá hamingjusöm yfir ad fá ad passa hana Helenu frćnku mína. Hún er yndislegt barn Nú er bara ad velja komu og brottfarardag á Klakann! Jíbíííííí - home -home -home.........
Fékk upphringingu frá Elton John í gćrkvöldi - nei ekki alveg, en svona nćstum ţví! Ásgerđur dóttir mín hringdi í mig og bauđ mér á tónleika međ Elton John í Parken í nóvember! Aftur hrópa ég jibííí Set Elton á fóninn til ad hita upp
Nú bíđ ég bara eftir ađ einhver bjóđi mér í leikhús/bíó/ út ađ borda(kjúlla á Ken ) ţegar ég kem í heimsókn á Klakann- kraftaverk geta -jú alveg gerst!
Allt er ţegar ţrennt er - eđa hvađ?
Dćgurmál | 28.9.2008 | 16:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Hér hjá mér eru afmćli búin ad vera á fćribandi. Fyrst varđ mamma 75 ára og skaust til mín ásamt pabba. Voru hér í dásemdar vedri og unnu bćdi fyrir mat sínum:) Mamma gerdi viđ tuskuhund litla snádans ásamt júníformi Íţróttaálfsins. Pabbi sópadi alla heimkeyrsluna, sem er afrek út af fyrir sig. Flökkugenin fengu einnig ađ blómstra hjá ţeim gömlu, einnig var búdargenid vel virkt hjá okkur mćdgum í ólíkum verslunum á Sjálandi. Litli snádinn minn vard svo 6 ára 25sept og hélt upp á afmćlid med okkur fjölskyldunni, ţann dag. Systkynin komu frá Křben og gistu hér eina nótt. ţau komu hladin gjöfum og svo hafdi stóra systir sent pakka frá Íslandi. Já , snádinn fékk marga pakka ,sem er jú mikid atridi á ţessum aldri. Svo var öllum strákunum úr skólanum bodid til veislu í dag. 10 prakkarar komu til veislu sem stód frá klukkan 11 - 15! Vid kisa vorum hálf fegnar ţegar, dyrnar lokudust á eftir sídasta veislugestinum. Heimilid líktist ekki lengur fjörugum prakkaravelli -ţar sem allt gat gerst.
Ég reyndi ad hafa stjórn á lidinu-en ótrúlegt magn af sykri sem litlu prakkararnir innbyrtu, fengu ţá til ad ćrslast út um allt! Ég mćtti einum á ganginum á fullri ferd á hlaupahjóli ! Annar var kominn á rúlluskauta í stofunni. Bádir voru stoppadir af -á mjög penan hátt! Hjólid hjá snádanum, er med sprungid afturdekk, ekki virtist ţad hafa nein áhrif á einn drenginn sem ţeyttist sem ódur vćri hring eftir hring á planinu góda ,ádur en ég gat bent honum á ad ţad vćri sprungid á hjólinu. Gamalt hjól med hjálpardekkjum var mikid notad í dag ásamt litla ţríhjólinu sem er ekki komid á haugana ennţá. Prakkararnir skiptu lidi og fóru í skóginn í byssu og skylmingaleik - byssurnar lifdu af leikinn ,en eitt sverdid er í tveimur bútum-meira draslid!
Ein prakkarinn vildi endilega klifra upp í tré - helst svo hátt ad ef hann dytti nidur, ţá mundi hann hálsbrotna- annar prakkari vildi bara fót eda handleggsbrotna ! Mér leist ekki á blikuna og bannadi allt klifur í trjám! Lugt sem hangir á nagla yfir einu blómabedinu flaug í boga nidur eftir ad einn prakkarinn rak hausinn í hana í hita leiksins. Hann stód vankadur á eftir og sagdi svo "ég heppin ad lugtin brotnadi ekki" Ég svaradi "ég heppin ad ţú og lugtin eru bćdi óbrotin:)" Dásamlegt ad fá svona marga prakkara í heimsókn í einu og enn dásamlegra ţegar ţeir voru sóttir eftir fjögurra tíma ćrsl og lćti.
Merkilegt, hve hávćr litli snádinn minn er,eins og hann er annars vel gert barn. Kannski er hann med nokkuđ mörg Krísuvíkur- gen í sér!! Ekkert smá hávćr ćtt!
Ég er eins og sprungin bladra eftir heimsókn prakkaranna og ćtla ad hvíla mig vel fyrir nćstu heimsókn ţeirra-sem er ad ári :)
Dćgurmál | 28.9.2008 | 16:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins gott ađ svona lög eru ekki á Íslandi. Margir foreldrar vćru ţá í fangelsi og sennilega fleiri á leiđinni.. Veit um ţó nokkra foreldra sem hafa "bitiđ" börnin sín til ađ fá ţau til ađ leggja niđur ţennan hvumleiđa siđ sem sum börn taka upp á vissum aldri. Ég get nćstum svariđ fyrir ,ađ ekkert af ţví fólki sem ég ţekki og hafa "bitiđ" börnin eru ađ mínu mati vondir foreldrar. Jafnvel ţó ţeir hafi bitiđ börnin sín. Eigum viđ ekki ađ segja frekar "látiđ tennurnar tala" ég vil ekki nota orđiđ bíta. Enginn var bitinn til blóđs. Allir segja ad ţessi ađferđ hafi virkađ vel og börnin lagt ţennan leiđa ósiđ niđur fyrir fullt og allt. Ég hef veriđ svo heppin ađ eiga ekki börn, sem bitu önnur börn í tíma og ótíma -hef ţess vegna aldrei látiđ mig dreyma um ađ bíta börn mín.
Kannski beit konan í Bretlandi fingur af barninu- kannski stykki úr handleggnum? Hver veit!
Finnst nú full langt gengiđ ad sitja inni í fimm mánuđi fyrir svona verknađ, sennilega skađar ţađ börnin meira en bitiđ
Móđir dćmd fyrir ađ bíta son sinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | 23.9.2008 | 18:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er ađ velta ţví fyrir mér hvort ég sé svo vitlaus, ađ fatta ekki ađ ég sé hinn argasti rasisti. Aumingja ég ! Best ađ fara í smá nafla skođun!
Ég hef ekkert á móti fólki međ annan húđlit en ég - hef opnađ heimili mitt fyrir einstaklingi frá Afríku.
Fannst fróđlegt ađ upplifa viđbrögđ fólks í kringum mig.Sumir hćttu alveg ađ koma í heimsókn til mín međan Afríkubúinn var hjá mér . Vegna "svertingjafýlu" Mér fannst ađ svoleydis fólk ćtti ađ halda sig heima hjá sér um ókomna tíđ.Eitt verđ ég ţó ađ segja, Íslendingum til hróss .Ég upplifđi aldrei neinn dónaskap ţegar viđ vorum ađ erindast úti í bć. Engin sćrandi orđ féllu -né neinir niggarabrandarar. Kannski hefur Ísland breyst mikiđ enda komin um 14 ár síđan.
Ég hef aldrei látiđ trú manna hafa áhrif á skođanir mínar á ţeim ,sem manneskjum. Hef haftsamtímis undir mínu ţaki babtista- mormóna og mig sem trúi á allt sem gott er ,svona hentistefnu trúar. Ef mér finnst fólk ofsafengiđ í trú sinni -nenni ég einfaldlega ekki ađ ţekkja ţađ. Einungis vegna ţess ađ mér leiđist allt tal um trúmál. Fólk má trúa á hvađ sem ţađ vill fyrir mér - í friđi fyrir mér - ef ţađ fćr ţađ til ađ verđa betri manneskjur.
Ég hef leigt köllum frá Póllandi húsiđ mitt - ţrátt fyrir hávćr ađvörunarorđ samferđamanna minna. Pólverjar eru ribbaldar og ţeir eiga eftir ađ skila húsinu í rúst! Mínir Pólverjar voru yndislegir menn sem komu til DK til ađ vinna sér fyrir aurum á stuttum tíma. Skiluđu húsinu eins hreinu og fínu og hćgt er ađ ćtlast til af karlmönnum:) Sönnuđu ađ ekki eru allir Pólverjar ribbaldar.
Sómalir eru margir hverjir duglegir í dópsölu hér í DK- Hovedbanen er fullur af sölumönnum dauđans, stétt sem ég ţoli ekki og hef lítiđ umburđarlyndi gagnvart. Svo vann ég í 1/2 ár saman međ múslima konu frá Sómalíu -viđ vorum bara tvćr á deildinni. ţvílík öđlingskona sem hún reyndist vera -bćđi mér og sjúklingunum. Fordómar mínir gagnvart Sómölum varđ ég ađ endurskođa eftir kynni mín viđ vinnufélagann. Til eru perlur međal svína -ekki er hćgt ađ dćma eftir útliti, trú og ţjóđerni.
En eftir hegđun og framkomu er vissulega hćgt ad dćma fólk. Líka Íslendinga. Ég er ekki saklaus af ţví og ađrir dćma mig einnig eftir minni hegđun, jafnvel skrifum mínum!
Vissir trúarhópar hafa á ţessari öld, látiđ ófriđlega og framiđ glćpi í nafni trúar og réttlćtis. Ég fordćmi ţeirra hegđun og finn hvernig umburđarlyndi mitt gagnvart ţeim er komiđ í algjört lágmark.
Glćpamenn sem eru á flótta undan réttvísinni vil ég hvorki sjá á Íslandi né hér í DK. Viđ eigum nóg međ okka eigin glćpamenn, látum vera ađ flytja inn glćpamenn og auka vandann heima fyrir. Hćttum ađ vera svona viđkvćm og aumingjagóđ. ţorum ađ segja okkar skođun án ţess ađ allt sem mađur segir, sé túlkađ sem útlendingahatur. Ég er sjálf útlendirngur í DK og upplifi inn á milli virkilega óvild í okkar garđ- sérstaklega á međan uppgangstímarnir voru á Íslandi. Magasín var erfiđur biti fyrir Danina ađ kyngja- ţeim fannst viđ vera ađ kaupa dönsku ţjóđarsálina á silfurfati. Stundum fannst mér Danir vera uppfullir af öfund og nú hlakkar í ţeim sömu vegna fjármálaerfiđleikanna heima á Klakanum. En ekki eru allir eins ,hér er líka fullt af fólki sem er virkilega spennt fyrir Íslandi og ţeirri ţjóđ sem ţar býr og óskar okkur velgengni.
Einmitt, er ekki velgengni ţađ sem viđ óskum ađ öll mannanna börn búi viđ. Eigi ofan í sig og á. ţurfi ekki ađ vera á flótta frá sínum heimkynnum vegna skođanna sinna. Hafi fullt tjáningarfrelsi og stundi vinnu sér til framfćris. Heima á Íslandi erum viđ í fullum rétti til ađ gaspra um okkar skođanir á mönnum og málefnum- tjá okkur um allt og ekkert. Virđum hvort annađ -skođanir og meiningar.
Föllum ekki í ţá gryfju ađ dćma fólk sem ekki eru okkar skođanabrćđur og systur. Fögnum frekar allri umrćđu og ţeir sem eru svo gáfađir ađ vera alltaf og ćfinlega bođberar réttrar stefnu í öllum málum -njótiđ heil og lifiđ í lukku
Eftir stend ég enn međ spurniguna:er ég rasisti?
Dćgurmál | 22.9.2008 | 21:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Hundblautar Ölfusréttir | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | 22.9.2008 | 18:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslömsk samtök segjast bera ábyrgđ á sprengjuárás | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | 22.9.2008 | 18:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Danskir lögreglumenn í njósnaleiđangri í Malmö | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | 22.9.2008 | 01:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Takk fyrir klukkiđ systir góđ!
Fjögur störf sem ég hef unniđ um ćvina:
Barnapía (frá 10 ára aldri og er enn ađ passa börn )
Sveitastörf -frá A- Ö (Yfir 25 ára reynsla ţarna)
Heildsali (er enn ađ)
Social og sundhedsassistent (vinn á sjúkrahúsi -get ekki slitiđ mig frá faginu)
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Stella í orlofi
Fram í sviđsljósiđ (Being there, međ Peter Sellers)
Allar myndir med Steve Martin
Englar alheimsins
Fjórir stađir sem ég hef búiđ á:
Hafnarfjörđur
Villingaholtshreppur
Reykjavík
Kaupmannahöfn
Fjórir sjónvarpsţćttir sem mér líkar:
Vild med dans
Klovn
Dýralífsţćttir, almennt
2900 Happiness
Fjórir stađir sem ég hef heimsótt í fríum:
Ísland
Grćnland
USA
Kína
Fjórar síđur sem ég skođa daglega (fyrir utan bloggsíđur):
mbl.is
visir.is
Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Flatkökur međ hangikjöti
steiktur fiskur med miklum lauk og nýjum kartöflum
flćskesteg međ öllu tilheyrandi
Íslenskt lambakjöt međ öllu tilheyrandi
Fjórar bćkur/blöđ sem ég les oft:
Lyfjahandbókin
Helse
Sřndag
Vegir viskunnar
Fjórir stađir sem ég vildi helst vera á núna:
Bensínstöđin í Ártúnsbrekkunni (pylsa međ öllu)
Hong Kong
Laufengi 88
rúminu mínu
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Kristin Birna
Ásgerđur Eir
Sólveig Kristín
Gullilitli
Dćgurmál | 22.9.2008 | 01:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Aumingja kínversku fjölskyldurnar sem eiga börn sem eru fórnalömb ţeirra, sem viljandi blönduđu eiturefni í ţurmjólkina- Er hćgt ađ komast öllu lćgra í gróđafíkn! Einhvernveginn finnst manni mađur eigi ađ geta 100% treyst ađ ţurrmjólk sé í lagi. Nú veit alheimurinn ađ svo er ekki. Nú er bara spurning hve mörg ungbörn deyja og hve mörg börn lifi af, en međ skemmd nýru. Mađur fyllist sorg ţegar mađur les svona fréttir!
Fjórđa barniđ látiđ í Kína | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | 18.9.2008 | 07:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hćlisleitandi kostar 6500 á dag | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | 18.9.2008 | 02:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Fćrsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Ţ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar